Hópurinn sem á að koma U21 árs landsliðinu á EM: Kristall klár í slaginn Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, hefur valið 22 leikmenn sem munu taka þátt í mikilvægu leikjum liðsins í umspili fyrir EM 2023 síðar í mánuðinum. Fótbolti 16. september 2022 13:14
Svona er hópurinn: Aron og Alfreð snúa aftur Aron Einar Gunnarsson, sem í áratug var fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, var í dag valinn að nýju í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru. Fótbolti 16. september 2022 13:05
Galdralæknir eða myndbandsdómgæsla, hver á sökina? „Myndbandsdómgæslan var gerð til þess koma í veg fyrir að Juventus geti unnið!“ Fótbolti 16. september 2022 12:46
Svona var fundurinn þegar Arnar kynnti valið á landsliðinu KSÍ boðaði til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum í dag þar sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnti um val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta og svaraði spurningum fjölmiðla. Fótbolti 16. september 2022 12:30
Haaland sá fyrsti frá Noregi til að vera valinn Erling Haaland var strax í fyrstu tilraun valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda hefur hann byrjað leiktíðina stórkostlega með Manchester City. Enski boltinn 16. september 2022 12:00
Jesse Marsch dæmdur í bann og sektaður um eina og hálfa milljón Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, verður ekki á hliðarlínunni í næsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Marsch var dæmdur í eins leiks bann fyrir hegðun sína í 5-2 tapi liðsins gegn Brentford þann 3. september síðastliðinn. Enski boltinn 16. september 2022 11:31
„Þetta er mjög óíþróttamannslegt“ Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum sökuðu Önnu Petryk um afar óíþróttamannslega tilburði í leik Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag. Íslenski boltinn 16. september 2022 11:00
Aron Einar aftur í landsliðið Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í fótbolta fyrir næstu leiki liðsins sem fara fram síðar í þessum mánuði. Fótbolti 16. september 2022 10:01
Þurfti að hafna myndatöku eftir að leikur var hafinn Kona sem hugðist fá að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo í miðjum leik Sheriff og Manchester United í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld hafði ekki erindi sem erfiði. Fótbolti 16. september 2022 08:30
Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. Fótbolti 16. september 2022 08:01
Solskjær sagði Man United að festa kaup á Håland þegar hann var enn í Molde Ole Gunnar Solskjær ráðlagði sínu fyrrum félagi Manchester United að kaupa framherjann Erling Braut Håland þegar hann var nýbúinn að brjótast fram á sjónvarsviðið með Molde í Noregi. Enski boltinn 16. september 2022 07:30
Baulað á Hakimi í Ísrael Achraf Hakimi, leikmaður París Saint-Germain, er greinilega ekki vinsæll í Ísrael. Ástæðan er sú að Hakimi, sem er frá Marokkó, hefur opinberlega stigið fram og stutt að Palestína verði frjálst ríki. Fótbolti 15. september 2022 23:30
Sif leggur landsliðsskóna á hilluna Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Frá þessu greindi hún á Instagram-síðu sinni í kvöld. Íslenski boltinn 15. september 2022 22:00
Alfons á sínum stað hjá Bodø/Glimt | Stefán Teitur gat ekki stöðvað Hamrana Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í A-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Fótbolti 15. september 2022 21:15
Ronaldo komst á blað er Man Utd vann í Moldóvu Manchester United er komið á blað í Evrópudeildinni í fótbolta þökk sé 2-0 sigri ytra á Sheriff Tiraspol. Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleik. Fótbolti 15. september 2022 18:45
Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. Enski boltinn 15. september 2022 17:45
Vann Berglindi en er nú orðin liðsfélagi hennar Franska knattspyrnufélagið PSG hefur fest kaup á miðjumanninum Jackie Groenen frá Manchester United en hún átti eitt ár eftir af samningi sínum við enska félagið. Fótbolti 15. september 2022 15:30
„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“ Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 15. september 2022 15:00
Danir verðlaunuðu ferðalanga með fríum bjór Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Silkeborg eru ansi góðir gestgjafar að mati spænskra og enskra stuðningsmanna sem mætt hafa til Danmerkur vegna Evrópuleikja í fótbolta í vikunni. Fótbolti 15. september 2022 14:00
Toney í enska landsliðinu í fyrsta sinn Ivan Toney, framherji Brentford, er eini nýliðinn í enska landsliðshópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í mánuðinum. Enski boltinn 15. september 2022 13:32
„Veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð“ Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 15. september 2022 12:56
Vanda listar upp aðgerðir KSÍ gegn kynferðisofbeldi Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi þegar „virkjað“ flest þau atriði sem lögð voru til í skýrslum nefnda og vinnuhópa varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Fótbolti 15. september 2022 12:30
Utan vallar: Íslendingar áberandi er Meistaradeildin mætti til Köben Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni. Fótbolti 15. september 2022 12:01
Bensín á þjálfaraeldinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun. Íslenski boltinn 15. september 2022 10:31
Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. Fótbolti 15. september 2022 09:31
Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. Fótbolti 15. september 2022 09:00
Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. Fótbolti 15. september 2022 08:31
Þjálfaði síðast Ísland en er nú kominn með nýtt starf Eftir að hafa verið án starfs frá því að hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur Svíinn Erik Hamrén nú verið ráðinn í nýtt þjálfarastarf. Fótbolti 15. september 2022 08:00
Börnin réðu ekki við sig og föðmuðu Messi Börnin sem fengu að leiða leikmenn inn á völlinn í leik Maccabi Haifa og PSG í Ísrael í gærkvöld sýndu kostuleg viðbrögð þegar þau sáu sjálfan Lionel Messi. Fótbolti 15. september 2022 07:30
Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september. Fótbolti 15. september 2022 07:01
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti