Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Vand­ræði Juventus halda á­fram

Ítalska stórliðið Juventus mátti þola 1-0 tap gegn nýliðum Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Þá vann Lazio 4-0 sigur og fór upp fyrir fjendur sína í Roma í töflunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese á toppinn

Udinese tók á móti Inter í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Udinese vann 3-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Phillips frá vegna meiðsla og HM í hættu

Þegar Manchester City festi kaup á Kalvin Phillips í sumar var vonast til að hann myndi veita Rodri samkeppni sem aftasti miðjumaður liðsins. Phillips vildi fara í stærra lið sem væri að berjast um titla en að sama skapi spila til að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM í Katar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út

Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“

Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Son setti þrennu í stórsigri Tottenham

Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endur­koma gestanna minnkaði mögu­leika Víkinga á að verja titilinn til muna

Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi Tómasson: Þetta var rothögg

Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok.

Sport