Nkunku hefur nú þegar staðist læknisskoðun hjá Chelsea og kemur næsta sumar Franski framherjinn Cristopher Nkunku hefur nú þegar staðist læknisskoðun hjá Chelsea og mun ganga í raðir félagsins frá RB Leipzig eftir tímabilið. Enski boltinn 1. október 2022 12:01
„Erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City“ Erki ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að sínir menn geti sigrað Englandsmeistara Manchester City er liðin mætast í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann segir einnig að liðið ætli ekki að einbeita sér eingöngu að því að stöðva norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland. Enski boltinn 1. október 2022 10:31
Hefur eytt 130 milljónum í hinar ýmsu lausnir til að bæta leik sinn Brasilíumaðurinn Emerson Royal, hinn skrautlegi bakvörður Tottenham, hefur á undanförnum mánuðum eytt tæpum 130 milljónum króna í hinar ýmsu lausnir til að bæta sig sem knattspyrnumaður. Hann hefur meðal annars ráðið njósnara til að fylgjast með Achraf Hakimi, bakverði PSG. Enski boltinn 1. október 2022 10:01
Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Fótbolti 1. október 2022 09:30
Klopp kemur Trent til varnar: „Sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur komið liðsmanni sínum, Trent Alexander-Arnold, til varnar eftir að sá síðarnefndi fékk ekki tækifæri með enska landsliðinu í nýliðnu verkefni liðsins í Þjóðadeildinni. Enski boltinn 1. október 2022 09:01
Ten Hag hefur enn trú á Maguire: „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist enn hafa trú á fyrirliða liðsins, Harry Maguire, þrátt fyrir þá gagnrýni sem varnarmaðurinn hefur þurft að þola undanfarnar vikur. Enski boltinn 30. september 2022 23:30
Kristian tryggði Jong Ajax stig með frábæru marki: Myndband Kristian Nökkvi Hlynsson reyndist hetja Jong Ajax er liðið heimsótti Zwolle í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian jafnaði metin í 1-1 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum, en markið var af dýrari gerðinni. Fótbolti 30. september 2022 22:46
Sveindís kom inn af bekknum, lagði upp eitt og skoraði tvö Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, átti heldur betur góða innkomu fyrir Wolfsburg er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 30. september 2022 21:16
Bayern komst aftur á sigurbraut en vandræði Leverkusen halda áfram Eftir fjóra deildarleiki í röð án sigurs komust þýsku meistararnir í Bayern München loksins aftur á sigurbraut er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Bayer Leverkusen í kvöld. Vandræði gestanna halda þó enn áfram og liðið situr í fallsæti eftir fyrstu átta umferðirnar. Fótbolti 30. september 2022 20:23
Anna Björk og stöllur hennar kláruðu botnliðið í fyrri hálfleik Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur hennar í Inter Milan unnu öruggan 1-3 sigur er liðið heimsótti Como í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 30. september 2022 18:54
Ríkasta félag heims strax farið að tryggja sér leikmenn fyrir janúargluggann Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle og ástralska félagið Central Coast Mariners hafa komist að samkomulagi um kaupin á hinum 18 ára framherja Garang Kuol. Enski boltinn 30. september 2022 18:15
Haaland eldri telur að sonurinn vilji spila í öllum sterkustu deildum Evrópu Alfie Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir norsku markamaskínunnar Erling Braut Haaland, telur að sonur sinn muni ekki stopp lengi hjá Englandsmeisturum Manchester City þar sem hann vilji prófa sig í öllum sterkustu deildum Evrópu. Enski boltinn 30. september 2022 17:31
Eigendur PSG sagðir ætla að kaupa Espanyol til að skaða Barcelona Tamim bin Hamad Al Thani, emírinn af Katar, er sagður hafa fyrirskipað Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris Saint-Germain, að festa kaup á spænska fótboltaliðinu Espanyol. Með þessu ætli Katarar að gera Barcelona skráveifu en köldu hefur andað á milli PSG og Barca síðustu misseri. Fótbolti 30. september 2022 17:00
Besti þátturinn: Ásthildur tók skóna fram Fimmta viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði. Íslenski boltinn 30. september 2022 16:30
„Rokk og ról á laugardaginn“ Þrátt fyrir langan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, hefur Eiður Smári Guðjohnsen ekki tekið þátt í bikarúrslitleik hér á landi. En það breytist á morgun þegar hann stýrir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn Víkingi. Íslenski boltinn 30. september 2022 16:01
Milliríkjadeila vegna fótboltatreyju Marokkósk yfirvöld hafa krafist þess að þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas taki nýja treyju landsliðs Alsír úr umferð. Þau saka Alsíringa um að tileinka sér marokkóskan menningararf. Fótbolti 30. september 2022 15:30
Héldu þjálfaranum allt landsleikjahléið en ráku hann svo á leikdag Enska knattspyrnuliðið Hull City hefur rekið þjálfara liðsins, Georgíumanninn Shota Arveladze, aðeins örfáum klukkustundum fyrir leik Hull og Luton í ensku B-deildinni sem fram fer í kvöld. Enski boltinn 30. september 2022 15:01
Nike setur Kane í salt til að reyna að fá Haaland Svo virðist sem Nike leggi meiri áherslu á að lokka Erling Haaland til fyrirtækisins frekar en að halda Harry Kane hjá því. Enski boltinn 30. september 2022 14:30
Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst. Íslenski boltinn 30. september 2022 14:04
Ten Hag og Rashford slógu öllum við í september Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, var í dag útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 30. september 2022 13:31
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. Fótbolti 30. september 2022 13:00
Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris. Enski boltinn 30. september 2022 12:30
Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. Íslenski boltinn 30. september 2022 12:01
Fór á námskeið til að læra að tala við stelpur Ánægja er með störf Kristjáns Guðmundssonar hjá Stjörnunni. Hann leitaði sér aðstoðar við samskipti við leikmenn. Íslenski boltinn 30. september 2022 11:30
„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“ Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 30. september 2022 10:31
Alfreð rekinn frá Grindavík Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum þjálfara karlaliðs félagsins eftir að hafa ákveðið að ljúka samstarfinu við Alfreð Elías Jóhannsson. Íslenski boltinn 30. september 2022 10:15
Skipta um lit á stuttbuxum vegna blæðinga West Brom hefur ákveðið að breyta stuttbuxum kvennaliðs félagsins vegna áhyggna vegna blæðinga leikmanna þess. Enski boltinn 30. september 2022 10:00
„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“ Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina. Íslenski boltinn 30. september 2022 09:00
„Væru allir að skammast og kvarta ef Vanda hefði ekki hringt í Heimi“ Þorkell Máni Pétursson sér ekkert athugavert við að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafi rætt við Heimi Hallgrímssyni um möguleikann á að taka við íslenska karlalandsliðinu. Íslenski boltinn 30. september 2022 08:25
Yfirmenn Nagelsmanns vilja að hann hætti að líta á leiki sem tískusýningu Hæstráðendur hjá Bayern München hafa ekki bara áhyggjur af gengi liðsins heldur einnig hvernig knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann kemur fyrir. Fótbolti 30. september 2022 07:30