Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Arnór Ingvi skoraði gegn Helsingborg

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, skoraði eitt mark í 2-0 sigri liðsins á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg, hélt hreinu á móti Varberg á meðan Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru komnir með níu fingur á sænska meistaratitilinn eftir sigur á AIK.

Sport
Fréttamynd

Glódís hafði betur gegn Guðrúnu

Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og Guðrún Arnardóttir, leikmaður Rosengård, mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem Glódís og stöllur hennar í Bayern unnu 2-1 sigur. Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Juventus, lék á sama tíma í 0-2 útisigri liðsins á Zürich.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías hélt hreinu en Hákon sá rautt

Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Midtjylland, stóð vaktina í marki liðsins í 0-6 stórsigri á FA 2000 í danska bikarnum í fótbolta í dag. Aron Sigurðarson og félagar í Horsens fara einnig áfram eftir 1-2 sigur á Horsholm-Usserod. Þá vann Íslendingalið FCK á sama tíma sigur gegn Hobro í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Carrick gerist knattspyrnustjóri

Michael Carrick, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Tottenham og West Ham, er orðinn knattspyrnustjóri og hefur samþykkt að taka við enska B-deildarliðinu Middlesbrough.

Enski boltinn
Fréttamynd

Systir Ronaldos brjáluð út í Ten Hag

Systir Cristianos Ronaldo, Elma, var langt frá því að vera sátt með Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, þegar hann tók bróður hennar af velli í markalausa jafnteflinu gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rífa niður leik­vanginn í Indónesíu

Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“.

Erlent
Fréttamynd

Falcao bjargaði stigi gegn Atlético Madrid

Radamel Falcao reyndist hetja Rayo Vallecano er liðið heimsótti Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn höfðu forystuna fram að seinustu mínútum leiksins, en Falcao tryggði gestunum 1-1 jafntefli með marki af vítapunktinum.

Fótbolti