Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Figo baunar á Real vegna Haaland

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Luis Figo gangrýnir sína gömlu vinnuveitendur hjá Real Madrid fyrir að hafa sofið á verðinum og ekki tryggt sér krafta norska ungstirnisins Erling Braut Haaland í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer argur vegna leka hjá Bayern

Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra

Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmenn Chelsea íhuga 10% launalækkun

Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, hefur fyrir hönd leikmanna átt í viðræðum við forráðamenn félagsins um möguleikann á að leikmenn lækki tímabundið í launum vegna kórónuveirukrísunnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alisson verður klár í slaginn

Brasilíski markvörðurinn Alisson missti af síðustu þremur leikjum Liverpool vegna meiðsla áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en lauk endurhæfingunni heima hjá sér.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lýsa Gylfa sem fílnum í herberginu

Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki eiga heima í uppáhalds leikkerfi Carlo Ancelotti og er „fíllinn í herberginu“ hjá Everton, líkt og í stjórnartíð Marco Silva, að mati blaðamanna The Athletic.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kári rifjaði upp draumakvöld á Lundanum

Kári Kristján Kristjánsson rifjaði meðal annars upp af hverju hann var eitt sinn á kassanum/bumbunni á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum árið 2005, í nýjasta innslaginu úr skúrnum sínum í Sportinu í dag.

Handbolti