Rafíþróttir

Róbert Daði Íslandsmeistari í eFótbolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Róbert Daði, Fylki, varð í dag Íslandsmeistari í eFótbolta.
Róbert Daði, Fylki, varð í dag Íslandsmeistari í eFótbolta. Vísir/KSÍ

Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta eftir nokkuð öruggan 4-2 sigur á Aroni Þormari Lárussyni, einnig Fylki, í úrslitaleik keppninnar.

Róbert Daði er vel að titlinum kominn en hann vann Tind Örvar Örvarsson, Elliða, samanlagt 7-0 í undanúrslitum áður en hann lagði Aron Þormar í úrslitum. Aron hafði lagt Leif Sævarsson, LFG, af velli í undanúrslitum, samanlagt 4-3.

Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eru liðsfélagar í Fylki og leika saman í tvíleiðaleik. Fyrir leik þeirra í dag var Aron Þormar talinn líklegri til afreka en hann er efstur Íslendinga á heimsleista FIFA. 

Leiknir voru tveir leikir í undanúrslitum og úrslitum. Eftir fyrri úrslitaleikinn var staðan 2-1 Aroni Þormari í vil en Róbert Daði kom til baka í síðari leiknum og vann öruggan 3-0 sigur. 

Alls tóku 50 manns þátt í mótinu sem fór af stað 1. apríl. Var þetta fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta og var sýnt beint frá mótinu hér á Vísi. 

Ljóst er að mótið heppnaðist einkar vel og verður forvitnilegt að sjá hvernig íþróttin mun þróast á komandi misserum.


Tengdar fréttir

Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit?

Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.