Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks

Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guð­björg leggur hanskana á hilluna

Hin margreynda Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Hún mun þó vera áfram tengd fótbolta en vill ekki gefa upp hvað framtíðin ber í skauti sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefði ekki mátt spila launa­laust með Barcelona

Lionel Messi hefur yfirgefið spænska stórveldið Barcelona og mun að öllum líkindum semja við franska knattspyrnufélagið París-Saint Germain síðar í dag. Vegna regluverks La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, gátu Börsungar ekki samið við Argentínumanninn á nýjan leik þar sem hann hefði ekki mátt spila launalaust með félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron á leið til Danmerkur

Aron Sigurðarson er á leið frá belgíska liðinu Union SG til Horsens í Danmörku. Aron hefur verið í eitt og hálft ár hjá belgíska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðlaugur og félagar áfram í bikarnum

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Schalke er liðið vann 4-1 sigur á 5. deildarliði FC 08 Villingen í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Barça verður aldrei samt án þín“

Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Engar áhyggjur, ég verð hér í ár“

Sergio Agüero, leikmaður Barcelona, segist ætla að vera hjá félaginu áfram þrátt fyrir vandræðin sem plaga klúbbinn. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann vilji fara burt frá Katalóníu.

Fótbolti