
Formúla 1 í Bandaríkjunum næstu 40 ár
Tavo Hellmund er á bakvið Formúlu 1 mótshald í Bandaríkjunum sem hefst á næsta ári á ný, í Austin í Texas. Hann segir að mótið sem hann skipuleggur gæti hæglega verið á dagskrá næstu 40 árin.
Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.
Tavo Hellmund er á bakvið Formúlu 1 mótshald í Bandaríkjunum sem hefst á næsta ári á ný, í Austin í Texas. Hann segir að mótið sem hann skipuleggur gæti hæglega verið á dagskrá næstu 40 árin.
Þrjú ný Formúlu 1 lið voru stofnuð fyrir þetta tímabil og eitt þeirra er Hispania á Spáni. Liðið hefur haft lítið fé til að þróa bíla sína og Bruno Senna, annar ökumanna liðsins segir stöðu liðsins óljósa hvað framtíðina varðar.
Bretinn Jenson Button, núverandi meistari í Formúlu 1 lauk þríþrautarkeppni í London með sóma um síðustu helgi. Hann varð fjórði af 570 keppendum í sínum flokki.
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu.
Mark Webber, forystumaður stigamótsins hefur trú á því að Red Bull bíllinn verði góður á öllum brautum sem eftir á að nota á keppnistímabilinu.
Flavio Briatore, umbosðsmaður Flavio Briatore spáir honum meistaratitlinum í Formúlu 1 og telur að hann geti staðið af sér atlögur Sebastian Vettel og Jenson Button , Lewis Hamilton og Fernando Alonso.
Formúlu 1 lið fá kærkomið tveggna vikna frí í ágúst, þar sem bækistöðum liðanna verður meira og minna lokað. Lewis Hamilton er þó ekki hrifinn af frí á þessum tíma, sérstaklega ekki í ljósi þess að bíll hans bilaði um síðustu helgi.
Dómarar Formúlu 1 mótsins í Búdapest í Ungverjalandi voru nálægt því að vísa Michael Schumacher úr keppninni fyrir brot gegn Rubens Barrichello.
Michael Schumacher baðst afsökunar á því að hafa brotið á Rubens Barrichello á brautinni í Búdapest. Hann reyndi varna framgöngu Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar og skapaðist hættuástand. Barrichello taldi atferli Schumacher brjálæði.
Mark Webber var ánægður með árangur dagsins í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi. Hann vann sigur, eftir að Sebastian Vettel og Fernando Alonso náðu að veita honum keppni. Hann sneri á þá báða með vel útfærðri keppnisáætlum Red Bull liðsins, og refsingu sem Vettel fékk fyrir að brjóta reglur í kringum endurræsingu mótsins.
Ástralinn Mark Webber er kominn með fjögurra stiga forystu á Lewis Hamilton í heildarstigakeppni ökumanna í Formúlu 1. Webber sem keppir fyrir Red Bull kom fyrstur í mark í Ungverjalandi.
Formúlu 1 mót er í Búdapest í dag og Sebastian Vettel og Mark Webber eru fremstir á ráslínu, en forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton er fimmti á ráslínu.
Sebastian Vettel náði besta tímanum í tímatökunni í dag og er það í fjórða skipti í röð sem hann er fljótastur allra.
Þjóðverjinn Sebastian Vettel var fljótastur allra í ´timatökum á Búdapest brautinni í Ungverjalandi í dag. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Mark Webber hjá Red Bull og þeir voru afgerandi fljótastir.
Ástralinn Mark Webber á Red Bull var með besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun og varð tæplega hálfri sekúndu fljótari en Sebatian Vettel á samskonar bíl.
Spánverjinn Fernando Alonso náði að standa upp í hárinu á Sebatian Vettel og Mark Webber á seinni æfingu keppnisliða í Búdapest í dag. Hann varð tæpri hálfri sekúndu á eftir Vettel og Webber tæoum 9.9 á eftir Vettel.
Sebastian Vettel og Mark Webber voru langfljótastir allra á fyrstu æfingu keppnisliða á Formúlu 1 brautinni í Búdapest í morgun.
Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina.
Felipe Massa segist ekki vera ökumaður númer tvö hjá Ferrari, þó Ferari virtist biðja hann að hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu á Hockenheim um helgina.
Bernie Ecclestone og mótshaldarar í Mónakó hafa samið um að keppt verði á götum Mónakó næstu 10 árin.
Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér.
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður
Bernie Ecclestone sem stýrir mörgu varðandi Formúlu 1 mótshaldið og sjónvarpsútsendingar styður þá hugmynd að lið beiti liðsskipunum eins og Ferrari gerði um helgina, þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér til að hann ynni mótið og fengi fleiri stig.
Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi.
Michael Schumacher hjá Mercedes hefur fullan skilning á aðgerðum Ferrari á Hockenheim brautinni í gær, þar sem Ferrari virtist láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. Trúlega til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu, en hann hafði fleiri stig fyrir mótið.
Nick Fry, forstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 telur að liðsskipanir eins og dómarar á Hockenheim töldu að Ferrari hefðu beitt í gær eigi ekki heima í íþróttinni og skaði ímynd hennar. Fry varð meistari með Brawn liðinu í fyrra, sem nú er lið Mercedes.
Ferrari segir að lið sitt muni ekki afrýja dómi dómara á Hockenheim brautinni í dag. Liðið var dæmt í 100.000 dala sekt og brot þeirra sent áfram til akstursíþróttaráðs FI
FIA sektaði í dag Ferari fyrir að brjóta reglur um liðsskipanir í Formúlu 1 og að setja svartan blett á íþróttina með ákvörðun sinni um að hleypa Fernando Alonso framúr Felipe Massa í keppninni í Hockenheim í dag.
Dómarar FIA kölluðu yfirmenn Ferrari á sinn fund eftir keppnina á Hockenheim, en mikil umræða er um að Ferrari hafi beitt liðsskipun svo Fernando Alonso ynni mótið í stað Felipe Massa.
Fernando Alonso og Felipe Massa tryggðu Ferrari tvöfaldan sigur í þýska kappakstrinum í formúlu eitt sem fram fór á Hockenheim-brautinni í dag. Lewis Hamilton er með fjórtán stiga forskot í keppni ökumanna eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í ár.