Var kærður en ætlar ekki að taka niður slaufuna Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki ætla að að taka niður gulu slaufuna þrátt fyrir að hafa verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ólöglegan klæðaburð. Enski boltinn 28. febrúar 2018 07:15
Mane: Getum unnið öll lið í heiminum Sadio Mane, leikmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins elski að spila saman. Mane segir einnig að á góðum degi geti liðið unnið öll lið í heiminum, slíkur sé andinn í félaginu eftir nokkur mögur ár. Enski boltinn 28. febrúar 2018 07:00
Fyrir nítján árum setti hann ellefu ensk nöfn á blað og það hefur ekki gerst síðan Erlendir leikmenn hafa verið mjög áberandi í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi og tölfræðiþjónustan Opta bendir á það að í dag er tímamótadagur fyrir enska leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 27. febrúar 2018 23:00
Svanirnir í átta liða úrslit í fyrsta skipti í 54 ár Swansea er komið í átta liða úrslit enska bikarsins eftir að liðið marði 2-0 sigur á Sheffield Wednesday í endurteknum leik liðanna í Wales í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1964 sem Svanirnir fara í átta liða úrslit. Enski boltinn 27. febrúar 2018 21:57
Reading fjórum stigum frá fallsæti eftir tap Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Reading sem mistókst að vinna fimmta leikinn í röð er liðið tapaði 3-1 fyrir Sheffield United á heimavelli í kvöld. Enski boltinn 27. febrúar 2018 21:52
Tveggja ára martröð Saido Berahino í tölum Saido Berahino var einn heitasti framherji ensku úrvalsdeildarinnar fyrir nokkrum árum en það er ekki sömu sögu að segja af honum í dag. Enski boltinn 27. febrúar 2018 16:00
Messan: Sjáum við Jóhann Berg í stærra úrvalsdeildarliði á næsta tímabili? Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt mjög gott tímabil með Burnley og það er gaman að sjá íslenska landsliðsmanninn í HM-formi. Strákarnir í Messunni veltu fyrir sér framtíð Jóhanns og því hvort að hann sé mögulega á leiðinni í stærra lið í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 27. febrúar 2018 12:30
Strax komnar fram vangaveltur um að Barcelona ætli að selja Coutinho Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu. Fótbolti 27. febrúar 2018 11:30
Messan: Þetta þarf Liverpool að gera til að vinna Englandsmeistaratitilinn Liverpool er fimmtán stigum á eftir Manchester City (1. sæti) og tveimur stigum á eftir Manchester United (2. sæti). Hvað þarf að gerast til að Liverpool geti unnið enska meistaratitilinn sem hefur ekki komið á Anfield í 28 ár. Strákarnir í Messunni hafa sína skoðun á því. Enski boltinn 27. febrúar 2018 11:00
Arsenal goðsögn: Er skítsama því annars hefði Wenger ekki fengið tveggja ára samning Ian Wright, einn af markahæstu leikmönnum í sögu Arsenal, vill losna við Arsene Wenger úr stjórastól félagsins en franski knattspyrnustjórinn og leikmenn hans hafa fengið harða gagnrýni eftir tapið í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina. Enski boltinn 27. febrúar 2018 10:00
Messan: Varnarmenn andstæðinga Liverpool eru alltaf skíthræddir Liverpool vann 4-1 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og er komið upp í þriðja sæti deildarinnar. Strákarnir í Messunni segja að ekkert lið sé að spila betur í enska boltanum í dag fyrir utan topplið Manchester City. Enski boltinn 27. febrúar 2018 09:30
Usain Bolt spilar fótboltaleik á Old Trafford í júní Usain Bolt, áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari í spretthlaupum, tilkynnti það á Twitter í morgun að hann muni setja á sig fótboltaskóna í sumar. Enski boltinn 27. febrúar 2018 09:15
Wilshere brjálaður út í Pawson dómara Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, segir að það sé erfitt að sætta sig við nokkrar ákvarðanir Craig Pawson, dómara, í úrslitaleik Arsenal og Man. City í fyrradag. Enski boltinn 27. febrúar 2018 07:00
Rikki grét úr hlátri eftir að hafa prumpað í beinni | Myndband Hún var frekar súr stemningin í myndveri Stöðvar 2 Sport í gær er Ríkharð Óskar Guðnason "sleppti óvart einum“ eins og stundum er sagt. Enski boltinn 26. febrúar 2018 14:00
Messan gagnrýnir varnarleik Arsenal: Byrjað að kenna þetta í 5. flokki Arsenal tapaði fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gær. Sérfræðingar Messunnar tóku fyrir fyrsta markið sem Arsenal fékk á sig í gær og töldu varnarleikinn vera fyrir neðan allar hellur. Enski boltinn 26. febrúar 2018 13:00
Leikmenn Liverpool mega ekki brosa of mikið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki að hans menn brosi of mikið heldur frekar að þeir séu aðeins reiðir. Enski boltinn 26. febrúar 2018 12:30
Jóhann Berg leikmaður mánaðarins Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður mánaðarins hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í janúarmánuði. Enski boltinn 26. febrúar 2018 11:33
Neville húðskammar lið Arsenal: „Eru til háborinnar skammar“ Gary Neville, fyrrum knattspyrnumaður og sérfræðingur Sky Sports, fór ekki fögrum orðum um leikmenn Arsenal eftir tap þeirra gegn Manchester City í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gær. Enski boltinn 26. febrúar 2018 11:30
Messan: Strákurinn hjá Man United sem elti Hazard út um allan völl Strákarnir í Messunni tóku fyrir hinn unga Scott McTominay og frammistöðu hans í sigri Manchester United á Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enski boltinn 26. febrúar 2018 11:00
Sjáðu Lukaku og Lingard koma United til bjargar sem og öll flottustu tilþrif helgarinnar Manchester United endurheimti annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 endurkomusigur á Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea gat náð United að stigum með sigri. Enski boltinn 26. febrúar 2018 09:00
Pep: Stærri bikarar í boði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur tileinkað sigri síns liðs í deildarbikarnum til stuðningsmanna liðsins. Enski boltinn 26. febrúar 2018 07:00
„Hvar var Alexis Sanchez?“ Graeme Souness, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi hjá Sky, hefur gagnrýnt Alexis Sanchez, leikmann Manchester United. Enski boltinn 26. febrúar 2018 06:00
Wenger: Þetta var rangstaða Arsene Wenger var ósáttur eftir tap sinna manna gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins í dag en City var sterkari aðilinn allan leikinn. Enski boltinn 25. febrúar 2018 23:15
Aguero: Þetta var ekki brot Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, var að vonum ánægður eftir sigur liðsins gegn Arsenal í deildarbikarnum í dag en Aguero skoraði fyrsta mark City. Enski boltinn 25. febrúar 2018 22:30
Bravo skapaði jafn mörg færi og Arsenal Claudio Bravo skapaði jafn mörg færi og allt Arsenal liði í úrslitum deildarbikarsins í dag en Manchester City vann leikinn 3-0. Enski boltinn 25. febrúar 2018 20:00
Manchester City deildarbikarmeistari │Fyrsti bikar Guardiola með liðið Manchester City var rétt í þessu að vinna deildarbikarinn eftir 3-0 sigur á Arsenal í úrslitaleiknum en mörk City skoruðu Aguero, Kompany og David Silva. Enski boltinn 25. febrúar 2018 18:30
Pochettino: Þeir gerðu þetta erfitt Mauricio Pochettino var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir 1-0 sigur á Crystal Palace í dag en Harry Kane skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Enski boltinn 25. febrúar 2018 18:00
Lingard tryggði United sigur Jesse Lingard tryggði Manchester United sigur á Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en með sigrinum komst United aftur upp í 2. sæti deildarinnar. Enski boltinn 25. febrúar 2018 16:00
Hörður Björgvin og félagar töpuðu fyrir Cardiff Cardiff vann slag Íslendingaliðanna í ensku 1. deildinni í dag með einu marki gegn engu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir Bristol en Aron Einar Gunnarsson er enn fjarri góðu gamni í liði Cardiff. Enski boltinn 25. febrúar 2018 14:05
Kane tryggði Tottenham sigurinn á síðustu stundu Tottenham hefur enn ekki tapað leik í úrvalsdeildinni árið 2018 eftir sigur gegn Crystal Palace á útivelli í dag. Enski boltinn 25. febrúar 2018 13:45