Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Everton aftur upp að hlið Liverpool

    Barátta grannliðanna Liverpool og Everton um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram. Everton vann 1-0 útisigur gegn Sunderland í dag og er því komið aftur upp að hlið Liverpool.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þriðja 4-0 tap West Ham í röð

    Það gengur hvorki né rekur hjá West Ham um þessar mundir. Tottenham slátraði Hömrunum í dag 4-0 en þetta er þriðji leikurinn í röð sem West Ham tapar með þessum tölum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Cardiff fer á Wembley

    Bikarhelgin á Englandi er uppfull af óvæntum úrslitum en 1. deildarliðið Cardiff City er komið í undanúrslitin. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur á úrvalsdeildarliði Middlesbrough.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lampard og Ballack ná vel saman

    Margir knattspyrnusérfræðingar héldu því fram að Frank Lampard og Michael Ballack væru of líkir leikmenn til að geta leikið saman á miðjunni. Ljóst er að þeir þurfa að endurskoða það.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Diatta genginn í raðir Newcastle

    Newcastle hefur staðfest að það hafi náð samningi við senegalska varnarmanninn Lamine Diatta sem var með lausa samninga frá liði Besiktas. Diatta er 32 ára og er fyrsti maðurinn sem Kevin Keegan fær til félagsins síðan hann tók við stjórastöðunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ramos kennir Gilberto ekki um tapið

    Juande Ramos stjóri Tottenham hefur lýst yfir stuðningi við leikmann sinn Gilberto sem átti vægast sagt hörmulegan fyrsta leik með liðinu í tapinu gegn PSV í Uefa bikarnum í gær.

    Enski boltinn