Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Kewell á förum frá Liverpool

    Ástralinn Harry Kewell er á förum frá Liverpool í sumar. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Rafa Benitez í samtali við Sky í dag. Samningur miðjumannsins rennur út í sumar en hann hefur verið í herbúðum Liverpool í fimm ár.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benitez vill 2,3 milljarða fyrir Crouch

    Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, vill fá um 2,3 milljarða króna fyrir framherjann Peter Crouch. Hinn leggjalangi Crouch hefur ekki átt fast sæti í liði Benitez og er farinn að hugsa sér til hreyfings í von um meiri spilatíma og sæti í enska landsliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Keegan kallaður inn á teppi

    Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur verið kallaður inn á teppi hjá eiganda félagsins eftir hörð ummæli sem hann lét falla eftir 2-0 tapið gegn Chelsea á mánudaginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sven er í viðræðum við Benfica

    Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hefur staðfest að hann sé kominn í viðræður við fyrrum félag sitt Benfica í Portúgal. Eriksson hefur verið tjáð að hann verði rekinn frá City í lok leiktíðar af eigandanum Thaksin Shinawatra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Giovani á leið til City?

    Faðir mexíkóska ungstirnisins Giovani dos Santos hjá Barcelona segir að Manchester City sé í lykilstöðu til vinna kapphlaupið um son sinn í sumar, en hann er sagður eftirsóttur af fleiri liðum á Englandi. Dos Santos ku vera falur fyrir um 10 milljónir evra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tottenham á eftir Eto´o

    Spænska blaðið Marca fullyrðir að Tottenham hafi gert Barcelona formlega fyrirspurn í framherjann Samuel Eto´o og hefur fengið þau svör að hann sé falur fyrir 35 milljónir evra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    City er í sambandi við Scolari

    Forráðamenn Manchester City eru þegar búnir að setja sig í samband við Luiz Felipe Scolari og hafa boðið honum að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins í sumar. Þetta kemur fram á vef BBC í morgun.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Joaquin til Everton?

    Joaquin gæti farið til Everton í sumar. Þessi vængmaður Valencia vill yfirgefa spænska liðið eftir tímabil vonbrigða og David Moyes vill fá hann. Joaquin er einnig á óskalista ítalska liðsins Roma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ian Wright gerir upp tímabilið

    Breska blaðið The Sun fékk markahrókinn fyrrverandi Ian Wright til að gera upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Lokaumferðin verður leikin um næstu helgi. Hér að neðan má sjá val Ian Wright í hinum ýmsu flokkum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Scolari orðaður við City á ný

    Orðrómur þess efnis að Luiz Felipe Scolari muni taka við Sven-Göran Eriksson sem stjóri Manchester City í sumar er nú kominn á flug á ný. Fréttamiðlar í Portúgal segja að Scolari muni taka við City eftir að hann lýkur verkefni sínu með landslið Portúgal á EM í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Englendingar ætla í undanúrslit

    Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út áætlanir sínar með landsliðið á HM 2010 og EM 2012 og ætlar Fabio Capello að koma liðinu í það minnsta í undanúrslit á öðru hvoru mótinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lehmann sendi frá sér kveðjuyfirlýsingu

    Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur verið iðinn við að gefa út umdeildar yfirlýsingar í tíð sinni hjá félaginu. Hann lék sinn síðasta leik á Emirates um helgina og sendi stjóra sínum litla pillu af því tilefni í viðtali við Daily Star í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Antonio Valencia er leikmaður 37. umferðar

    Vængmaðurinn Antonio Valencia sló í gegn um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Wigan í óvæntum 2-0 útisigri liðsins á Aston Villa. Sigurinn þýddi að sæti Wigan í úrvalsdeildinni er tryggt, þrátt fyrir að það hefði aðeins fengið 9 stig í fyrstu 16 umferðunum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho fékk risatilboð í fyrra

    Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, segist sjá eftir því að hafa ekki gengið að góðu tilboði frá evrópsku toppliði sem hann fékk í lok síðustu leiktíðar. Mourinho hætti hjá Chelsea í september í fyrra og hefur verið atvinnulaus síðan.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    10 bestu kaupin á Englandi

    Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu leikmannakaupin í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þar er Fernando Torres hjá Liverpool í toppsætinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vill að Fabregas fari fram á sölu

    Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segist ekki vilja valda vandræðum í herbúðum annara félaga og hefur því komið þeim skilaboðum til Cesc Fabregas hjá Arsenal að hann fari fram á sölu svo hann geti farið til Real.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nani biðst afsökunar

    Vængmaðurinn Nani hjá Manchester United hefur beðist afsökunar á því að hafa skallað West Ham manninn Lucas Neill í leik liðanna á laugardaginn, en Nani var vikið af leikvelli fyrir uppátækið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ekki erfitt að lokka Flamini frá Arsenal

    Ariedo Braida, yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan, segir að það hafi hreint ekki verið erfitt að lokka Mathieu Flamini frá Arsenal. Hann á þó ekki von á að geta gert það sama við Didier Drogba hjá Chelsea.

    Enski boltinn