Bráðkvaddur á Leikvangi ljóssins Alan Thompson, sextugur stuðningsmaður Sunderland, fékk hjartaáfall og lést á heimavelli liðsins rétt fyrir grannaslaginn gegn Newcastle um síðustu helgi. Enski boltinn 28. október 2008 12:33
Nær Kinnear í fyrsta sigurinn í kvöld? Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Newcastle tekur á móti West Brom og leitast þar við að ná fyrsta sigrinum undir stjórn Joe Kinnear. Enski boltinn 28. október 2008 12:00
Tony Adams tekur við Portsmouth Tony Adams hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Portsmouth og verður það tilkynnt á blaðamannafundi síðar í dag. Þetta fullyrða bæði BBC og Sky í morgun. Enski boltinn 28. október 2008 11:37
Árangurinn kom Ronaldo á óvart Cristiano Ronaldo hefur viðurkennt að hann hafi ekki átt von á því að verða einn af bestu leikmönnum heims svo ungur að aldri. Enski boltinn 28. október 2008 09:56
Redknapp útilokar ekki tilboð í leikmenn Portsmouth Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Tottenham, útilokar ekki að félagið muni gera kauptilboð í einhverja af þeim leikmönnum sem spiluðu undir hans stjórn hjá Portsmouth. Enski boltinn 28. október 2008 09:48
Robinho hefur breytt City Varnarmaðurinn Micah Richards segir að Brasilíumaðurinn Robinho hafi breytt Manchester City. Robinho skoraði þrennu þegar City vann Stoke 3-0 á sunnudag. Enski boltinn 27. október 2008 22:30
Rooney ekki refsað fyrir að kyssa merkið Enska knattspyrnusambandið hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn Wayne Rooney sem ögraði stuðningsmönnum Everton um helgina. Enski boltinn 27. október 2008 19:25
Helgin á Englandi - Myndir Liverpool trjónir á toppi úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur á Chelsea í gær. Tottenham byrjaði vel undir stjórn Harry Redknapp og Hull heldur áfram á sigurbraut. Enski boltinn 27. október 2008 17:32
Adams í viðræðum við Portsmouth Tony Adams er í viðræðum við forráðamenn Portsmouth um að gerast knattspyrnustjóri félagsins eftir brottför Harry Redknapp eftir því sem fram kemur á BBC. Adams hefur verið aðstoðarmaður Redknapp í tvö ár en gerði garðinn frægan sem leikmaður Arsenal á árum áður. Enski boltinn 27. október 2008 15:34
Ronaldo leikmaður ársins hjá FifPro Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins 2008 hjá FifPro, sem eru regnhlífarsamtök atvinnuknattspyrnumanna. Enski boltinn 27. október 2008 13:59
Zaki settur í fjölmiðlabann Steve Bruce, stjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur brugðið á það ráð að setja framherjann Amr Zaki í fjölmiðlabann. Enski boltinn 27. október 2008 12:45
Sektaður fyrir að fara á súlustað Norski framherjinn John Carew hjá Aston Villa hefur fengið háa sekt frá félaginu eftir að hafa stolist til að fara á súlustað í síðustu viku. Enski boltinn 27. október 2008 11:32
Stóri-Sam orðaður við Portsmouth Peter Storrie framkvæmdastjóri Portsmouth útilokar ekki að félagið muni leita til Sam Allardyce, fyrrum stjóra Bolton og Newcastle, til að fylla skarð Harry Redknapp sem fór til Tottenham um helgina. Enski boltinn 27. október 2008 10:02
Redknapp hefur trú á sínum mönnum Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Tottenham, segir efniviðinn í liðinu nógu góðan til að sleppa við fall í ensku úrvalsdeildinni þó liðið hafi aðeins fengið tvö stig úr fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. Enski boltinn 27. október 2008 09:47
Benitez: Skýr skilaboð til annarra liða Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sigur sinna manna á Stamford Bridge séu skýr skilaboð til annarra liða í deildinni. Enski boltinn 26. október 2008 21:17
Portsmouth og Fulham skildu jöfn Clint Dempsey bjargaði stigi fyrir Fulham með síðbúnu marki gegn Portsmouth í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 26. október 2008 19:18
Adebayor kláraði West Ham Emmanuel Adebayor kom inn á sem varamaður í liði Arsenal og sá til þess að það ynni 2-0 sigur á West Ham í dag. Enski boltinn 26. október 2008 18:12
Fyrsti sigur Tottenham - Robinho með þrennu Tottenham vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið lagði Bolton, 2-0. Þetta var einnig fyrsti leikur liðsins eftir að Juande Ramos var rekinn sem knattspyrnustjóri Tottenham og Harry Redknapp ráðinn í hans stað. Enski boltinn 26. október 2008 16:59
Liverpool felldi heimavallarvígi Chelsea Chelsea tapaði í dag sínum fyrsta deildarleik á heimavelli síðan 2004 er liðið varð að játa sig sigrað fyrir Liverpool í toppslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 26. október 2008 15:29
Heiðar á bekknum hjá Bolton Heiðar Helguson er í leikmannahópi Bolton í fyrsta sinn í rúman mánuð en félagið mætir Tottenham í dag. Enski boltinn 26. október 2008 14:58
Ronaldo tók rétta ákvörðun Cristiano Ronaldo segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann hafnaði Real Madrid og á von á því að vera áfram í herbúðum Manchester United eftir þetta tímabil. Enski boltinn 26. október 2008 14:40
Óspektir til rannsóknar Enska knattspyrnusambandið mun hrinda af stað rannsókn vegna ólátanna á leik Sunderland og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 26. október 2008 14:25
United sagt vilja Mourinho Breska götublaðið News of the World heldur því fram í dag að Manchester United vilji fá Jose Mourinho til starfa þegar Alex Ferguson hættir hjá félaginu. Enski boltinn 26. október 2008 14:02
Redknapp til Tottenham í stað Ramos Juande Ramos var í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham og skömmu síðar var Harry Redknapp ráðinn í stöðuna. Hann hættir því hjá Portsmouth. Enski boltinn 26. október 2008 10:36
McCarthy jafnaði í uppbótartíma Benni McCarthy var hetja Blackburn í dag er hann tryggði sínum mönnum eitt stig gegn Middlesbrough með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins. Enski boltinn 25. október 2008 18:27
Markalaust hjá Reading Reading gerði í dag markalaust jafntefli við QPR í lokaleik dagsins í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Enski boltinn 25. október 2008 18:20
Jafntefli hjá Íslendingaliðunum Bæði Coventry og Burnley gerðu í dag jafntefli í leikjum sínum í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 25. október 2008 16:46
Hull upp að hlið Chelsea og Liverpool Hull heldur áfram frábæru gengi í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 útivallarsigur á West Brom í dag. Enski boltinn 25. október 2008 16:08
Keane: Áttum skilið að vinna Roy Keane, stjóri Sunderland, segir að sigur sinna manna gegn Newcastle í dag hafi verið fyllilega verðskuldaður. Enski boltinn 25. október 2008 14:20
28 ára bið Sunderland á enda Sunderland vann í dag sinn fyrsta sigur á Newcastle á heimavelli í 28 ár. Lokatölur voru 2-1, heimamönnum í vil. Enski boltinn 25. október 2008 13:37