

Alþingi
Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Segir ríkisstjórnina glannalega
Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref.

Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni
Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi.

Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli.

Kolbrún Halldórsdóttir gefur kost á sér fyrir VG
Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Vinstri grænna fyrir alþingiskosningar í haust.

Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningar í haust. Frá þessu greinir Páll í stöðuuppfærslu nú síðdegis þar sem hann segir áhugann hafa dofnað eftir fimm ár á þingi.

Auðvitað hugsuðum við öll „hvað ef?”
„Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þó ég vilji það, og reyni það, þá er þetta bæði einn eftirminnilegasti dagur sem ég hef upplifað og einn sá erfiðasti,” segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður.

Velferðarnefnd fundar með Svandísi vegna sóttkvíarhótela eftir helgi
Velferðarnefnd Alþingis mun koma saman eftir helgi til þess að ræða nýjar sóttvarnareglur á landamærum sem meðal annars fela í sér að ferðamenn frá ákveðnum löndum séu skikkaðir til að dvelja á sóttkvíarhótelum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur verið boðuð á fundinn.

Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði.

Vill fullan þunga í viðræður um tengingu krónunnar við evru
Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögur um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið og samstarf í gjaldeyrismálum. Formaður Viðreisnar segir þjóðina eiga að fá að ákveða næstu skref í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Leggja til endurupptöku aðildarviðræðna við ESB
Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

Aukafjárveiting til lögreglu vegna eldgossins
Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu.

Þingmaður sendir frá sér bók um eldgosið
Kolbeinn Óttarsson Proppé er að senda frá sér um þessar mundir bók um eldgos og fjallar þar meðal annars um það gos sem nú er yfirstandandi í Geldingadölum á Reykjanesi – sem er reyndar kjördæmi þar sem Kolbeinn ætlar sér að sækja fram í.

Áslaug, Ástráður, Kjartan Bjarni og Skúli vilja verða næsti umboðsmaður Alþingis
Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson dómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon dómari hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis.

Krakkarnir sem krefjast lækkunar kosningaaldurs
Um árabil hefur komið upp sú hugmynd í þjóðfélaginu að lækka kosningaaldur niður í 16 ár. Í gegnum tíðina hefur alls kyns fólk þurft að berjast fyrir réttinum til þess að kjósa. Við lærum í skólanum um það þegar barist var fyrir kosningarétti kvenna, fátækra og ungs fólks. Nú er komið að því að kosningaaldurinn verði lækkaður úr 18 í 16 ára aldur í öllum kosningum og að miðað sé við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Logi segir ríkisstjórnina skauta fram hjá atvinnuleysinu
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina skauta framhjá atvinnuleysinu í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Atvinnuleysið væri aðal úrlausnarefnið eftir kórónuveirufaraldurinn og hefði áhrif flestar þjóðhagsstærðir.

Hver græðir?
Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning.

Samfylkingin þurfi „að spýta í lófana“
Sósíalistaflokkur Íslands mælist enn á ný inni á þingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Flokkur fólksins næði ekki inn á þing og fylgi Samfylkingar dalar.

Þingmenn Samfylkingar vilja aukið framboð grænkerafæðis
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis. Aðrir þingmenn flokksins styðja tillöguna.

Inga Sæland fékk að vita hverjir eru í sviðsljósinu hjá RÚV
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sú sem kemur langoftast fyrir í fréttum og í þáttagerð starfsmanna Ríkisútvarpsins. Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins kemst varla á blað.

Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk?
Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu).

Óþolandi staða
Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel.

„Skotgrafapólitík“ í umsögnum um auðlindaákvæði veldur vonbrigðum
Sumar umsagnir sem borist hafa um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá valda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vonbrigðum.

Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni?
Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins.

Vanmetinn „hálftími hálfvitanna“
Umræður um störf þingsins fara nú fram einu sinni í viku en ekki tvisvar eftir að skipulagi þingvikunnar var breytt í tilraunaskyni. Þingmaður Pírata gerir athugasemd við það og segir umræðuna dýrmæta fyrir lýðræðið.

Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa.

Staða kirkjunnar fest rækilega í sessi
Björn Leví Gunnarsson segir ný heildarlög dómsmálaráðherra færa kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga.

„Það eru allir að tala um píkur alla daga“
Brynjar Níelsson alþingismaður er hættur að halda tækifærisræður vegna viðtekinnar móðgunargirni og ríkjandi vandlætingar.

Sex sjokkerandi staðreyndir um Ísland
Förum saman yfir 6 punkta sem lýsa Íslandi í dag.

Svarar Tobbu og telur um pólitískt högg á ráðherra að ræða
„Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrra á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna.“