Lögmaður Eiðs: Siðlaus blaðamennska 7. janúar 2011 11:10 Heiðrún Lind segir umfjöllun DV vera árás í einkalíf Eiðs Smára Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns í meiðyrðamáli hans gegn blaðamanni og ritstjórum DV, mótmælir þeim málflutningi DV-manna að umfjöllun um fjármál Eiðs Smára eigi fullt erindi við almenning á sama hátt og fjármál einstaklinga sem tengjast efnahagshruninu. Heiðrún Lind segir Eið Smára ekkert tengdan hruninu og að opinber umfjöllun um fjármál hans sé innrás í einkalífið. „Þetta er siðlaus blaðamennska," sagði Heiðrún Lind við aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður DV sem skrifaði um fjármál Eiðs Smára í blaðið, skoraði á Eið að leggja fram gögn sem sýndu fram á að fréttaflutningurinn hafi ekki verið réttur. Eiður varð ekki við þeirri áskorun og sagði Heiðrún Lind að sannleiksgildi fréttanna skipti engu í þessu samhengi. Aðalatriðið væri friðhelgi einkalífs Eiðs Smára. Lögmaður Reynis Traustasonar og Jóns Trausta Reynissonar er Gunnar Ingi Jóhannesson. Hann hafði óskað eftir því að Eiður Smári gæfi skýrslu við aðalmeðferðina og til stóð að hann gæfi skýrslu í gegn um síma. Fallið var frá því í morgun. Gunnar Ingi segir í samtali við blaðamann Vísis að þetta hafi verið gert án nokkurra skýringa. Við skýrslutökuna hafði hann ætlað að spyrja Eið Smára um sannleiksgildi fréttanna en fékk ekki tækifæri til þess. Eiður Smári fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur frá blaðamanni og ritstjórum DV. Aðalmeðferðin stendur enn yfir. Tengdar fréttir Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07 Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. 29. desember 2010 15:23 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns í meiðyrðamáli hans gegn blaðamanni og ritstjórum DV, mótmælir þeim málflutningi DV-manna að umfjöllun um fjármál Eiðs Smára eigi fullt erindi við almenning á sama hátt og fjármál einstaklinga sem tengjast efnahagshruninu. Heiðrún Lind segir Eið Smára ekkert tengdan hruninu og að opinber umfjöllun um fjármál hans sé innrás í einkalífið. „Þetta er siðlaus blaðamennska," sagði Heiðrún Lind við aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður DV sem skrifaði um fjármál Eiðs Smára í blaðið, skoraði á Eið að leggja fram gögn sem sýndu fram á að fréttaflutningurinn hafi ekki verið réttur. Eiður varð ekki við þeirri áskorun og sagði Heiðrún Lind að sannleiksgildi fréttanna skipti engu í þessu samhengi. Aðalatriðið væri friðhelgi einkalífs Eiðs Smára. Lögmaður Reynis Traustasonar og Jóns Trausta Reynissonar er Gunnar Ingi Jóhannesson. Hann hafði óskað eftir því að Eiður Smári gæfi skýrslu við aðalmeðferðina og til stóð að hann gæfi skýrslu í gegn um síma. Fallið var frá því í morgun. Gunnar Ingi segir í samtali við blaðamann Vísis að þetta hafi verið gert án nokkurra skýringa. Við skýrslutökuna hafði hann ætlað að spyrja Eið Smára um sannleiksgildi fréttanna en fékk ekki tækifæri til þess. Eiður Smári fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur frá blaðamanni og ritstjórum DV. Aðalmeðferðin stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07 Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. 29. desember 2010 15:23 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07
Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. 29. desember 2010 15:23