Fleiri fréttir

Braut reglurnar viljandi til að leyfa við­skipta­vinum að skipta jóla­gjöfum

Fataverslunin Laura Thomsen Luxury í Silkeborg í Danmörku var opnuð í gær svo viðskiptavinir gætu skipt og skilað jólagjöfum. Þetta gerðu eigendur verslunarinnar, þrátt fyrir núgildandi reglur danskra stjórnvalda vegna sóttvarnaaðgerða sem kveða á um að verslanir skuli vera lokaðar til að minnsta kosti 17. janúar.

Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll

Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið.

Kín­verska hag­kerfið verði það stærsta í heimi 2028

Hagkerfi Kína mun taka fram úr því bandaríska árið 2028 og verður þá það stærsta í heimi, samkvæmt spá CEBR, breskrar rannsóknarmiðstöðvar um hagfræði og viðskipti. Fyrra spálíkan hafði gert ráð fyrir að Kína ætti stærsta hagkerfi heims árið 2033, en faraldur kórónuveiru er sagður munu flýta því.

Neverland-búgarður Jackson seldur langt undir ásettu verði

Neverland, búgarður poppstjörnunnar Michael Jackson heitins, hefur verið seldur fyrir 22 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 2,8 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að upphæðin kunni að hljóma há er hún engu að síður ekki nema fjórðungur af upphaflegum verðmiða eignarinnar. Það mun hafa verið milljarðamæringurinn Ron Burkle sem keypti eignina en kaupin hafa verið sögð vera algjör „þjófnaður.“

Stærsti olíufundur ársins jólagjöfin til Norðmanna

Bandaríska olíufélagið ConocoPhillips tilkynnti í gær um „verulegan olíufund“ í Noregshafi. Olíulindin er áætluð á bilinu 75 til 200 milljónir olíutunna og telst vera stærsti olíufundur ársins á landgrunni Noregs.

Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund

Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér.

MGM og James Bond til sölu

Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. eru sagðir leita leiða til að selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann fræga, James Bond. Telja þeir að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisveita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndaverið er til sölu á undanförnum árum en hingað til hafa fjárfestar ekki bitið á agnið vegna verðsins, sem þeir telja of hátt.

Saka FAA og Boeing um að leyna upp­lýsingum um 737 MAX slysin

Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa.

Stock­mann selur hús­næði sitt í Helsinki

Finnski verslunarrisinn Stockmann hefur ákveðið að selja fjölda fasteigna sinna, þar á meðal þá sem hýsir flaggskipið í miðborg Helsinki, í tilraun til að bæta fjárhagsstöðu félagsins.

YouTube, Gmail og Google Drive liggja niðri

Notendur víða um heim, þar á meðal á Íslandi, finna fyrir því þessa stundina að YouTube, Gmail og Google Drive virka ekki sem skyldi. Á vefsíðunni Downdetector má sjá tugþúsundir manna um heim allan tilkynna að þeir geta ekki notað YouTube. 

Master­card hættir við­skiptum við Porn­hub

Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð.

Kerfis­vanda­mál en ekki tölvu­á­rás

Bilun í skilaboðaforritum Facebook í morgun er ekki vegna tölvuárásar. Þetta segir Atli Stefán Yngvason hjá tæknivarpinu, sem ræddi þessa umtöluðu bilun í Reykjavík síðdegis í dag.

Frakkar beita Google og Amazon háum sektum

Yfirvöld í Frakklandi hafa sektað Google um hundrað milljónir evra og Amazon um 35 milljónir. Það samsvarar rúmum fimmtán milljörðum króna annars vegar og rúmum fimm milljörðum hins vegar.

Facebook Messenger liggur niðri

Samskiptaforritið Facebook Messenger virðist liggja niðri nú í morgun. Bilunin virðist einkum hrjá notendur forritsins í Evrópu, þar á meðal á Íslandi.

Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu

Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp.

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.

Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn

Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit.

App­le kynnir 93 þúsund króna heyrna­tól

Apple kynnti í dag fyrstu heyrnatólin frá fyrirtækinu sem ekki fara inn í eyrun heldur yfir þau. Heyrnatólin verða hljóðeinangruð og þráðlaus og bera heitið AirPods Max. Verð heyrnatólanna hefur vakið nokkra athygli en þau munu kosta 549 pund, eða um 93 þúsund íslenskar krónur.

Í losti eftir að aðgerðirnar voru kynntar í dag

Íslensk kona sem rekur kaffihús í Kaupmannahöfn segist vera í losti eftir fréttir af hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar sem kynntar voru í dag. Hún kveðst þó vona að geta haldið rekstrinum áfram gangandi með því að bjóða upp á kaffi og kræsingar til að taka með.

Ry­anair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar

Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar.

Ríkissaksóknari Namibíu sagður með Samherja í sigtinu

Martha Imalwa, ríkissaksóknari Namibíu, er sögð vera með íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherja í sigtinu í tengslum við rannsókn namibískra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu þar í landi.

Síðasta fjögurra hreyfla þota SAS í lokafluginu yfir Íslandi

SAS-þotan Astrid Viking, af gerðinni Airbus A340, lagði upp frá Kaupmannahöfn í morgun áleiðis til Tucson í Arizona þar sem hennar bíður stæði í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni. Flug þotunnar er sögulegt því þar með lýkur rekstri skandinavíska flugfélagsins á fjögurra hreyfla farþegaþotum.

Sjá næstu 50 fréttir