Viðskipti erlent

Bretar og ESB halda áfram viðræðum í lokatilraun til að ná samningi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins. 
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins.  Thierry Monasse/Getty Images

Viðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning munu halda áfram í dag en litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót.

Fundað var alla helgina og heimildir Breska ríkisútvarpsins herma að stutt sé í samkomulag um fiskveiðar. Breska forsætisráðuneytið segir það þó ekki rétt og ljóst að hart er tekist á í viðræðunum. Aðalsamningamaður Breta, Frost lávarður mun halda viðræðum sínum við kollega sinn hjá ESB Michel Barnier í dag og þá mun Boris Johnson forsætisráðherra Breta einnig ræða við Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Ef ekki nást samningar mun landamæraeftirlit og tollaálögur verða teknar upp á milli Bretlands og ESB og hefur breska viðskiptaráðið varað við því og sagt breska verslunarmenn illa undirbúna undir þær breytingar.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Johnson og von der Leyen kom fram að enn sé hart tekist á um þrjú mikilvæg atriði; jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,32
70
142.480
VIS
1,82
12
189.481
KVIKA
1,65
12
479.823
MAREL
1,24
24
423.219
HAGA
0,86
9
313.736

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,77
24
82.736
REITIR
-1,29
11
84.806
ORIGO
-0,57
3
4.773
ARION
-0,4
14
127.862
SJOVA
-0,3
6
87.765
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.