Viðskipti erlent

Neverland-búgarður Jackson seldur langt undir ásettu verði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Söngvarinn Michael Jackson hélt meðal annars apa og fíl á búgarðinum.
Söngvarinn Michael Jackson hélt meðal annars apa og fíl á búgarðinum. Getty/Carlo Allegri

Neverland, búgarður poppstjörnunnar Michael Jackson heitins, hefur verið seldur fyrir 22 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 2,8 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að upphæðin kunni að hljóma há er hún engu að síður ekki nema fjórðungur af upphaflegum verðmiða eignarinnar. Það mun hafa verið milljarðamæringurinn Ron Burkle sem keypti eignina en kaupin hafa verið sögð vera algjör „þjófnaður.“

Eignin er í Los Olivos í Kaliforníu, ekki langt frá Santa Barbara. Eignin hefur um nokkurra ára skeið verið af og á til sölu en árið 2015 var eignin verðlögð á hundrað milljónir dollara. Síðan þá hefur upphæðin farið nokkuð lækkandi en síðast í fyrra hljóðaði verðmiðinn upp á 31 milljón dollara. Burkle er fyrrum samstarfsmaður Jackson og meðal stofnenda fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies.

Neverland Ranch, fyrrum heimili Michael Jackson, skartaði meðal annars bæði skemmtigarði og dýragarði.Getty/Jason Mitchell

Búgarðurinn var enn í eigu dánarbús Jackson ásamt fasteignafjárfestingasjóðs í stýringu Colont Capital að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal um söluna. Sjálfur greiddi Jackson 19,5 milljónir dollara fyrir búgarðinn á sínum tíma árið 1987.

Michael Jackson gerði Neverland-búgarðinn frægan en hann skartaði meðal annars járnbrautarlest, dýragarði og skemmtigarði þar sem var að finna bæði parísarhjól og hringekju. Þá hélt hann meðal annars oragnútan apa og fíl í dýragarði búgarðsins. Nafn sitt dró búgarðurinn af Hvergilandi, eða Neverland, úr sögunni um Pétur Pan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
5,06
41
525.675
REGINN
4,09
11
392.959
SIMINN
2,28
17
1.624.074
SJOVA
1,03
11
146.449
EIK
1,01
15
213.805

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,79
88
219.643
MAREL
-1,23
25
252.207
SYN
-0,92
9
10.161
KVIKA
-0,47
22
2.421.070
FESTI
-0,26
4
49.071
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.