Fleiri fréttir

Breska pundið ekki lægra í rúm þrjátíu ár

Breska Sterlingspundið heldur áfram að veikjast á mörkuðum og í morgun hélt sú þróun áfram. Pundið hefur ekki verið lægra gagnvart bandaríkjadal í þrjátíu og eitt ár, eða frá árinu 1985. Hrun pundsins má fyrst og fremst rekja til þeirrar ákvörðunar Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en frá því það var ákveðið hefur gjaldmiðillinn veikst um fimmtán prósent.

Tvöfalt meiri sala hjá Tesla

Rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti 24.500 bíla á síðasta ársfjórðungi, samanborið við 11.603 á sama ársfjórðungi árið áður.

Mest auðæfi í eigu kvenna

Konur munu eiga tvo þriðju hluta allra auðæfa í Bandaríkjunum eftir nokkra áratugi, samkvæmt frétt á vef Aftenposten sem vitnar í greiningarfyrirtækið MSCI.

Langur innkaupalisti Kína í Evrópu

Kínversk stjórnvöld hvetja kínversk fyrirtæki til að kaupa og fjárfesta í erlendum fyrirtækjum til að tryggja sér tæknikunnáttu, einkaleyfi og markaðshlut.

Vilja þráðlaust net um allan heim

Tæknifyrirtækið Google vill opna fyrir þráðlaust net í lestarstöðvum, kaffi húsum, verslunarmiðstöðvum og víðar um allan heim.

„Hvaða von eiga þeir eiginlega?“

Framkvæmdastjóri Iceland segir fimm milljónir sækja verslanir þeirra heim í hverri viku og einungis 300 þúsund manns búi á Íslandi.

Lyfjarisinn Allergan kaupir Tobira

Forsvarsmenn lyfjarisans Allergan tilkynntu í gær að félagið væri að kaupa Tobira Therapeutics, sem framleiðir lyf fyrir lifrarsjúkdóma. Yfirtökutilboðið nemur 1,7 milljörðum dollara, jafnvirði 195 milljarða íslenskra króna.

Skatturinn á eftir Airbnb

Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana.

Sekt lækkar hlutabréf

Á föstudaginn hrundu hlutabréf í Deutsche Bank og lækkaði gengi hlutabréfanna um rúmlega átta prósent.

Hlutabréf í Apple rjúka upp

Frá því á föstudaginn hefur gengi hlutabréfa í tæknirisanum Apple hækkað um tæplega 12 prósent.

Stærsta yfirtaka ársins

Þýski lyfjarisinn Bayer hefur tilkynnt um yfirtöku á bandaríska fyrirtækinu Monsanto.

Órói kominn á markaði á ný

Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir tóku dýfu á föstudag og þriðjudag. Beðið er eftir ákvörðun um stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum. Sérfæðingar hafa áhyggjur af getu seðlabanka til að ýta undir hagvöxt.

Hlutabréf lækka út um allan heim

Það sem af er degi hefur FTSE 100 vísitalan í Bretlandi lækkað um 1,6 prósent, og DAX vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 1,8 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir