Sekt lækkar hlutabréf Sæunn Gísladóttir skrifar 19. september 2016 08:00 Hlutabréf í London tóku dýfu í vikunni. Fréttablaðið/Getty Á föstudaginn hrundu hlutabréf í Deutsche Bank og lækkaði gengi hlutabréfanna um rúmlega átta prósent. Þetta leiddi til verulegrar lækkunar á evrópskum hlutabréfamarkaði og lauk vikunni með mestu lækkunum á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní. Ástæða lækkunarinnar hjá Deutsche Bank er að tilkynnt var um það á föstudaginn að bandaríska ríkið vill að bankinn greiði 14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600 milljarða króna, í sekt vegna þáttar síns í fjármálakreppunni árið 2008. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur órói komið yfir markaði á ný. Á föstudaginn fyrir rúmri viku fór stressvísitalan að hækka á ný og voru miklar lækkanir á hlutabréfamarkaði í byrjun síðustu viku úti um allan heim. Í vikunni lækkaði STOXX Europe 600 vísitalan, sem nær til stærstu hlutabréfa í Evrópu, um 3,5 prósent. Stærstu hlutabréfavísitölur Evrópu tóku dýfu í vikunni, má þar nefna FTSE 100 í Bretlandi, sem náði sér á strik en endaði í -1 prósenti fyrir vikuna, og svipaða sögu er að segja af DAX í Þýskalandi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Á föstudaginn hrundu hlutabréf í Deutsche Bank og lækkaði gengi hlutabréfanna um rúmlega átta prósent. Þetta leiddi til verulegrar lækkunar á evrópskum hlutabréfamarkaði og lauk vikunni með mestu lækkunum á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní. Ástæða lækkunarinnar hjá Deutsche Bank er að tilkynnt var um það á föstudaginn að bandaríska ríkið vill að bankinn greiði 14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600 milljarða króna, í sekt vegna þáttar síns í fjármálakreppunni árið 2008. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur órói komið yfir markaði á ný. Á föstudaginn fyrir rúmri viku fór stressvísitalan að hækka á ný og voru miklar lækkanir á hlutabréfamarkaði í byrjun síðustu viku úti um allan heim. Í vikunni lækkaði STOXX Europe 600 vísitalan, sem nær til stærstu hlutabréfa í Evrópu, um 3,5 prósent. Stærstu hlutabréfavísitölur Evrópu tóku dýfu í vikunni, má þar nefna FTSE 100 í Bretlandi, sem náði sér á strik en endaði í -1 prósenti fyrir vikuna, og svipaða sögu er að segja af DAX í Þýskalandi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira