Viðskipti erlent

Snapchat hyggur á sölu sólgleraugna

Samúel Karl Ólason skrifar
Eigendur samfélagsmiðilsins Snapchat, ætlar að hefja sölu sólgleraugna nú í haust. Sólgleraugun verða búin myndavél og verða kölluð Spectacles. Þá hefur fyrirtækið breytt um nafn og heitir nú Snap Inc.

Samkvæmt frétt Reuters munu notendur gleraugnanna geta tekið upp allt að tíu sekúndna löng myndbönd sem hægt verður að deila á Snapchat.

Snap Inc. segir að myndavélin í gleraugunum sé ein af minnstu myndavélum heimsins sem bjóði upp á þráðlausa tengingu með þráðlausu neti eða Bluetooth. Þá verða gleraugun seld í þremur mismunandi litum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×