Viðskipti erlent

Framkvæmdarstjóri Keops ósáttur með Stones Invest

Höfuðstöðvar Keops í Danmörku.
Höfuðstöðvar Keops í Danmörku.

Preben Thomsen, framkvæmdarstjóri Keops Development, gagnrýnir eiganda félagsins Stones Invest harðlega fyrir að taka 22 milljónir danskra króna út úr fyrirtækinu og nota í önnur verkefni. Keops sem hefur átt í fjárhagserfiðleikum var áður í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Landic Property en félagið seldi Keops til Stones í vor.

Framkvæmdarstjórinn kemur úr sumarleyfi vegna málsins og er ekki sáttur. „Ég get alveg lifað með því að stytta sumarfrí mitt. En ég get ekki sætt mig við þær ákvarðanir sem hafa verið teknar án minnar vitundar," sagði Preben við Ritzau fréttaveituna í Danmörku.

Landic Property hefur átt í nokkrum deilum við Stones Invest undanfarið vegna viðskiptanna með Keops og sendi síðarnefnda félagið frá sér fréttatilkynningu nýlega þar sem kemur fram að kaupunum hafi verið rift vegna vanefnda Landic Property. Stones Invest fer fram á 4 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna hnekkja sem viðskiptavild félagsins hafi hlotið vegna viðskiptanna. Þessu hafnar Landic Property og segir Stones ekki geta rift samningnum einhliða.

Preben segir að virðisaukaskattur upp á um 22 milljónir danskra króna hafi verið greiddur til Stones Invest en ekki Keops sem átt hefur í fjárhagserfiðleikum og ekki getað staðið við skuldbindingar tengdar byggingu dómshúss á Sjálandi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×