Viðskipti erlent

SAS segir upp 500 manns

Norræna flugfélagið SAS hyggst segja upp 500 manns á næstunni vegna lélegrar afkomu á fyrri helmingi ársins.

Fram kemur í dönskum miðlum að með uppsögnunum hyggist félagið spara fimm milljarða íslenskra króna en tap SAS á fyrstu sex mánuðum ársins nam nærri 20 milljörðum króna.

SAS hefur líkt og önnur flugfélög fundið fyrir hækkandi olíuverði og minnkandi einkaneyslu síðustu mánuði og því hefur félagið gripið til ýmissa sparnaðaraðgerða. fyrr á árinu var tilkynnt um uppsögn þúsund starfsmanna, en alls eru starfsmenn fyrirtækisins um 25 þúsund. Þá kemur fram í tilkynningu frá félaginu að það hafi hætt við að selja flugfélagið Spanair í bili vegna erfiðra markaðsaðstæðna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×