Viðskipti erlent

Stofnandi Iceland vill taka yfir Woolworths - Baugur Group með í kaupunum

Malcolm Walker, stofnandi Iceland verslunarkeðjunnar, hefur áhuga á að taka yfir Woolworths verslunarkeðjuna. Hann, ásamt Baugi Group og öðrum fjárfestum, hefur gert tilboð í allar 815 smásöluverslanir keðjunnar.

Afkoma verslananna hefur verið undir væntingum, samkvæmt breska blaðinu Telegraph. Í blaðinu er því haldið fram að ekki standi til að kaupa EUK og 2 Entertainment, félög sem eru nátengd Woolworths og starfa í afþreyingariðnaði. Viðskiptin snúist einungis um smásöluverslanirnar.

Telegraph segir að fjárfestar séu reiðubúnir til að greiða tugi milljóna punda fyrir verslunarhlutann. Hins vegar verði sett ýmis skilyrði fyrir viðskiptunum, einkum þau að seljendur taki á sig skuldir og lífeyrisskuldbindingar félagsins.

Baugur Group á nú þegar 10% í Woolwoths. Ekki náðist í Gunnar Sigurðsson, forstjóra Baugs, við vinnslu þessarar fréttar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×