Viðskipti erlent

Verðbólgan hjaðnar í Evrópu

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,8% á evrusvæði samkvæmt áætlun frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandins, en spáð var áframhaldandi 4% verðbólgu í ágúst.

Þrátt fyrir það eru verðlagshækkanir vel fyrir ofan markmið Seðlabanka Evrópu og því er talið að nokkur bið verði á því að vextir verði lækkaðir, þrátt fyrir að hagvaxtarhorfur fari versnandi. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 4,25% í júlí og höfðu þeir ekki verið svo háir í sjö ár.

Greiningardeild Kaupþings segir jafnframt frá því að atvinnuleysi stóð í stað á evrusvæði í júlí og reyndist 7,3% samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum frá Eurostat. „Það er einnig um einu prósentustigi lægra en atvinnuleysi mældist fyrir ári síðan. Á víðari mælikvarða (EU27) hefur atvinnuleysi í Evrópu einnig haldist stöðugt um 6,8% sem er þremur prósentustigum minna en atvinnuleysi fyrir ári síðan. Hins vegar féllu væntingar Evrópubúa um horfur í efnahagslífi í ágústmánuði. Samsett væntingavísitala fyrirtækja og neytenda lækkaði úr 89,5 stigum í júlí í 88,8 stig í ágúst og var lækkunin umfram spár markaðsaðila."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×