Viðskipti erlent

Væntingar í Bandaríkjunum batna lítillega

MYND/AP
MYND/AP

Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum hækkaði lítillega í ágúst samkvæmt nýrri könnun, úr 61,2 stigum í júlí í 61,7 stig nú. Þetta er í fyrsta skipti í rúm tvö ár sem vísitalan hækkar tvo mánuði í röð. Þetta kemur fram í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans.

,,Væntingar neytenda eru þó undir væntingum samkvæmt meðalspám sem Bloomberg tók saman, en þær gerðu ráð fyrir að vísitalan myndi hækka í 62 stig. Lækkun olíuverðs að undanförnu er talin helsta ástæða þess að vísitalan hækkar nú."

Vonir standa til að áframhaldandi lækkun olíverðs muna dragi úr samdrætti í einkaneyslu og auka bjartsýni.

,,Í könnuninni kom einnig fram að neytendur búast við 4,8% verðbólgu næstu 12 mánuði. Það er nokkuð undir væntingum þeirra í júlí þegar neytendur bjuggust við 5,1% verðbólgu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær var 12 mánaða verðbólga 5,6% í júlí og hafði hún ekki verið hærri í 17 ár."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×