Viðskipti erlent

Indverskur sjóður í eigu Kaupþings kaupir fyrir 1,8 milljarða

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri.
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri.

Indverskur uppbyggingasjóður sem Kaupþing fjármagnar hefur fest kaup á 26% hlut í vegaframkvæmdaverkefni í Indlandi fyrir um 1,8 milljarða íslenskra króna. Sjóðurinn hefur þar með ráðstafað um fjórum milljörðum af þeim sex sem Kaupþing hefur safnað.

Vegaframkvæmdaverkefnið snýr að 125 kílómetra vegakafla á Indlandi sem á að opna vorið 2010.

Sjóðurinn var skráður á markað 30. júní síðastliðinn og var eina eign þeirra þá hlutur í vatnsaflsvirkjun sem kostaði tvo milljarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×