Fleiri fréttir Kínverjar loka á útflutning á leikföngum Stjórnvöld í Kína hafa lokað á allan útflutning á leikföngum vegna eiturefna sem fundist hafa í þeim. Mikið hefur verið um innkallanir á leikföngum framleiddum í Kína vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þá fannst einnig efni sem tengist nauðgunarlyfinu GHB í einu þeirra. 10.11.2007 16:44 Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja. 9.11.2007 14:42 Skipasmíðastöð Walesa seld Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi. 9.11.2007 09:45 Kreppir að hjá Sothebys Fjármálavandræðin á Wall Street hafa nú náð inn í virðulega sali uppboðsfyrirtækisins Sothebys. 9.11.2007 07:44 Yfirráð Google á vefnum yfirfærast ekki á farsíma Yfirráð Google yfir vefnum munu ekki yfirfærast á farsímamarkaðinn. Þetta segir John Forsyth forstöðumaður Symbian, sem hannaði það stýrikerfi sem knýr flesta farsíma í heiminum. Google skorti reynslu. 8.11.2007 17:10 Stýrivöxtum í Evrópu haldið óbreyttum Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum í þeim 13 ríkjum sem undir hann heyra óbreyttum í 4 prósentum. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar breska seðlabankans sem einnig ákvað í dag að hreyfa ekki við vöxtunum. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5,75 prósent. Ákvörðun Evrópska bankans vekur athygli þar sem evran hefur styrkst að undanförnu og hefur aldrei verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal. 8.11.2007 15:29 Samruni námurisa úr sögunni? Námurisinn Rio Tinto hafnaði í dag yfirtökutilboði frá BHP Billiton, stærsta námuvinnslufyrirtæki í heimi. Við samrunann hefði orðið til virði hins nýja félags orðið 45 þúsund milljarða króna virði. 8.11.2007 13:33 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákváðu báðir í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 4,0 prósentum en í 5,75 prósentum í Bretlandi. 8.11.2007 13:31 Olíuverðið á niðurleið Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni. 8.11.2007 09:35 Morgan Stanley tapar 200 milljörðum kr. Fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur tilkynnt að það hafi tapað 3,7 milljörðum dollara eða yfir 200 milljörðum króna á undirmálslánum sínum í Bandaríkjunum. 8.11.2007 08:33 Miklar lækkanir á bandarískum mörkuðum Bandarísk hlutabréf féllu töluvert í verði í dag en við lokun kauphallarinnar á Wall Street hafði Dow Jones vísitalan fallið um 360.92 punkta, eða 2.64 prósent. S&P 500 vísitalan lækkaði einnig, um 2.94 prósent. 7.11.2007 22:04 Sampo hagnast um 250 milljónir evra fyrir skatta Hagnaður finnska tryggingafélagsins Sampo á þriðja ársfjórðungi fyrir skatta nam 256 milljónum evra eftir því sem greinir frá í Morgunkorni Glitnis. 7.11.2007 14:12 Risatap hjá General Motors Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans. 7.11.2007 12:44 Kínverjar vilja losa sig við dollara Gengi dollars gagnvart everu hefur aldrei verið lægra en nú þarf að borga 1,47 dollara fyrir evru. Og þetta mun fara versnandi á næstunni því Kínverjar ætla að draga úr dollaraeign sinni. Það var varaformaður kínverska þingsins, Cheng Siwei, sem lét þessa bombu falla á fundi í vikunni. 7.11.2007 10:48 Munur milli punds og dals ekki meiri í 26 ár Gengi breska pundsins rauk í dag í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal, sem hefur lækkað ört í kjölfar stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í síðustu viku. Þegar mest lét fengust 2,1052 dalir fyrir hvert pund. Gengi evrunnar hefur sömuleiðis ekki verið sterkara gagnvart dalnum. 7.11.2007 10:46 Toyota á góðri keyrslu Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. 7.11.2007 09:56 Olíuverð í hæstu hæðum Verð á hráolíu rauk upp í 98 dali á fjármálamörkuðum í Asíu í nótt en verðið hefur aldrei verið hærra. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú er lækkun á gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og áhyggjur manna um að olíuframleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir svartagullinu í vetur. Þá spilar veðurfar inn í en stormur á Norðursjó varð til þess að brestur varð á olíuframleiðslu. 7.11.2007 09:24 Google býður netið fyrir farsíma Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. 6.11.2007 14:55 Ofurfyrirsæta hafnar dollaranum Dollarinn á ekki góða daga í augnablikinu og nú hefur ofurfyrirsætan Gisele Bündchen bæst í hóp þeirra sem hafna dollaranum. Gisele er hætt að taka við greiðslum í dollurum fyrir vinnu sína. 6.11.2007 11:27 Morgan Stanley afskrifar 180 milljarða kr. Reiknað er með að hið þekkta fjármálafyrirtæki Morgan Stanley verði að afskrifa um 3 milljarða dollara eða um 180 milljarða kr. Í uppgjöri sínu fyrir 3ja ársfjórðung. 6.11.2007 08:25 Bretar senda 4 þúsund sms á sekúndu Bretar senda nú meira en milljarð sms skilaboða í hverri viku samkvæmt nýjustu tölum bresku fjarskiptastofnunarinnar. Fjöldinn er sá sami og öll sms fyrir árið 1999 og samsvarar því að fjögur þúsund sms séu send á hverri sekúndu. 5.11.2007 15:33 Forrit gegn auglýsingum sniðnum að nethegðun Bandarískir málsvarar einkalífs og neytendasamtök vestanhafs leita nú eftir hönnun forrits eða stofnun listar sem leyfir internetnotendum að ráða hvort auglýsendur nái til þeirra. Forritið myndi hamla fyrirtækjum að sníða auglýsingar að nethegðun einstaklinga. 5.11.2007 11:50 Aðalforstjóri Citigroup lætur af störfum Charles Prince stjórnarformaður og aðalforstjóri Citigroup, stærsta banka í heimi hefur látið af störfum. Þetta var tilkynnt um helgina en við störfum hans tekur Robert Rubin fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna. 5.11.2007 07:34 Ókyrrð um olíumálaráðherrann í Kuwait Olíumálaráðherrann í Kuwait, Bader al-Humaidhi, hefur boðist til þess að segja af sér embætti eftir að nokkrir meðlimir þingsins mótmæltu skipun hans í embætti fyrir viku síðan. 4.11.2007 16:12 Air Arabia ætlar að stækka flugflota sinn um allt að 50 vélar Air Arabia, stærsta lágfargjaldaflugfélag Mið-Austurlanda, ætlar að stækka flota sinn um allt að 50 vélar í nóvember eftir mánaðalangar samningaviðræður við Airbus og Boeing. 4.11.2007 13:57 Komið í veg fyrir verkfall hjá Ford Sameinað stéttarfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum skrifuðu undir fjögurra ára samning við Ford Motor verksmiðjurnar í morgun. Þannig tókst að koma í veg fyrir alvarlegt verkfall sem hefur haft áhrif á aðra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. 3.11.2007 13:24 Mærsk með fjölda fyrirtækja í skattaparadísum Stærsta fyrirtæki Danmerkur, A.P.Möller-Mærsk rekur í leyni fjöldann allan af fyrirtækjum í skattaparadísum á borð við Bermunda, Panama og Bahamas. Þetta kemur fram í bókinni Esplanaden sem kemur út í Danmörku eftir helgina. Bókin er skrifuð af blaðamanninum Sören Ellemose. 2.11.2007 13:32 NYSE þrefaldar hagnað sinn Kauphöllin í New York (NYSE) hefur þrefaldað hagnað sinn á 3ja ársfjórðungi eftir að NYSE keypti Euronext í vor og myndaði þar með fyrstu kauphöllina sem starfar beggja megin Atlantshafsins. 2.11.2007 13:17 Novo Nordisk með 400 milljarða í fyrirtækjakaup Danski lyfjarisinn Novo Nordisk hefur aðgang að allt að 400 milljörðum kr. til uppkaupa á öðrum fyrirtækum og er að leita fyrir sér um slíkt á markaðinum þessa dagana. Þetta kemtur fram í blaðinu Börsen í dag. Novo vill auka breiddina í eignasafni sínu og styrkja framleiðluna. 2.11.2007 10:14 Rauður dagur á mörkuðum í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu almennt í verði í morgun. Mikill óróleiki hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim. 2.11.2007 08:54 Upptrekkt ljós fyrir Afríku Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. 2.11.2007 07:49 Chrysler segir upp 10.000 manns Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með. 1.11.2007 15:46 Eina gullnáma Grænlands í eigu erlendra Grænlenska rannsóknarfélagið Nunaminerals hefur selt hlut sinn í einu gullnámu Grænlands og er hún nú alfarið í eigu erlendra aðila. Það var Crew Gold Corp. Í London sem keypti 17,5% hlut Nunaminerals og gaf fyrir það rúmlega 140 milljónir kr. 1.11.2007 13:29 Einkaneysla undir væntingum vestanhafs Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs. 1.11.2007 13:21 Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu. 1.11.2007 09:18 Hlutabréf á Japansmarkaði hækka í verði Hlutabréf á Japansmarkaði voru hærri við lokun markaða í morgun en þau hafa verið í tvær vikur. Ástæðan er helst rakin til vaxtalækkunnar seðlabankans, líflegs efnahagslífs í Bandaríkjunum og lækkunar á yeni, sem hafði góð áhrif á útflutningsfyrirtæki eins og Canon. Hlutabréf í Nippon olíufélaginu og öðrum olíufélögum hækkuðu líka. 1.11.2007 08:45 Sjá næstu 50 fréttir
Kínverjar loka á útflutning á leikföngum Stjórnvöld í Kína hafa lokað á allan útflutning á leikföngum vegna eiturefna sem fundist hafa í þeim. Mikið hefur verið um innkallanir á leikföngum framleiddum í Kína vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þá fannst einnig efni sem tengist nauðgunarlyfinu GHB í einu þeirra. 10.11.2007 16:44
Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja. 9.11.2007 14:42
Skipasmíðastöð Walesa seld Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi. 9.11.2007 09:45
Kreppir að hjá Sothebys Fjármálavandræðin á Wall Street hafa nú náð inn í virðulega sali uppboðsfyrirtækisins Sothebys. 9.11.2007 07:44
Yfirráð Google á vefnum yfirfærast ekki á farsíma Yfirráð Google yfir vefnum munu ekki yfirfærast á farsímamarkaðinn. Þetta segir John Forsyth forstöðumaður Symbian, sem hannaði það stýrikerfi sem knýr flesta farsíma í heiminum. Google skorti reynslu. 8.11.2007 17:10
Stýrivöxtum í Evrópu haldið óbreyttum Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum í þeim 13 ríkjum sem undir hann heyra óbreyttum í 4 prósentum. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar breska seðlabankans sem einnig ákvað í dag að hreyfa ekki við vöxtunum. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5,75 prósent. Ákvörðun Evrópska bankans vekur athygli þar sem evran hefur styrkst að undanförnu og hefur aldrei verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal. 8.11.2007 15:29
Samruni námurisa úr sögunni? Námurisinn Rio Tinto hafnaði í dag yfirtökutilboði frá BHP Billiton, stærsta námuvinnslufyrirtæki í heimi. Við samrunann hefði orðið til virði hins nýja félags orðið 45 þúsund milljarða króna virði. 8.11.2007 13:33
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákváðu báðir í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 4,0 prósentum en í 5,75 prósentum í Bretlandi. 8.11.2007 13:31
Olíuverðið á niðurleið Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni. 8.11.2007 09:35
Morgan Stanley tapar 200 milljörðum kr. Fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur tilkynnt að það hafi tapað 3,7 milljörðum dollara eða yfir 200 milljörðum króna á undirmálslánum sínum í Bandaríkjunum. 8.11.2007 08:33
Miklar lækkanir á bandarískum mörkuðum Bandarísk hlutabréf féllu töluvert í verði í dag en við lokun kauphallarinnar á Wall Street hafði Dow Jones vísitalan fallið um 360.92 punkta, eða 2.64 prósent. S&P 500 vísitalan lækkaði einnig, um 2.94 prósent. 7.11.2007 22:04
Sampo hagnast um 250 milljónir evra fyrir skatta Hagnaður finnska tryggingafélagsins Sampo á þriðja ársfjórðungi fyrir skatta nam 256 milljónum evra eftir því sem greinir frá í Morgunkorni Glitnis. 7.11.2007 14:12
Risatap hjá General Motors Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans. 7.11.2007 12:44
Kínverjar vilja losa sig við dollara Gengi dollars gagnvart everu hefur aldrei verið lægra en nú þarf að borga 1,47 dollara fyrir evru. Og þetta mun fara versnandi á næstunni því Kínverjar ætla að draga úr dollaraeign sinni. Það var varaformaður kínverska þingsins, Cheng Siwei, sem lét þessa bombu falla á fundi í vikunni. 7.11.2007 10:48
Munur milli punds og dals ekki meiri í 26 ár Gengi breska pundsins rauk í dag í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal, sem hefur lækkað ört í kjölfar stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í síðustu viku. Þegar mest lét fengust 2,1052 dalir fyrir hvert pund. Gengi evrunnar hefur sömuleiðis ekki verið sterkara gagnvart dalnum. 7.11.2007 10:46
Toyota á góðri keyrslu Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. 7.11.2007 09:56
Olíuverð í hæstu hæðum Verð á hráolíu rauk upp í 98 dali á fjármálamörkuðum í Asíu í nótt en verðið hefur aldrei verið hærra. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú er lækkun á gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og áhyggjur manna um að olíuframleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir svartagullinu í vetur. Þá spilar veðurfar inn í en stormur á Norðursjó varð til þess að brestur varð á olíuframleiðslu. 7.11.2007 09:24
Google býður netið fyrir farsíma Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. 6.11.2007 14:55
Ofurfyrirsæta hafnar dollaranum Dollarinn á ekki góða daga í augnablikinu og nú hefur ofurfyrirsætan Gisele Bündchen bæst í hóp þeirra sem hafna dollaranum. Gisele er hætt að taka við greiðslum í dollurum fyrir vinnu sína. 6.11.2007 11:27
Morgan Stanley afskrifar 180 milljarða kr. Reiknað er með að hið þekkta fjármálafyrirtæki Morgan Stanley verði að afskrifa um 3 milljarða dollara eða um 180 milljarða kr. Í uppgjöri sínu fyrir 3ja ársfjórðung. 6.11.2007 08:25
Bretar senda 4 þúsund sms á sekúndu Bretar senda nú meira en milljarð sms skilaboða í hverri viku samkvæmt nýjustu tölum bresku fjarskiptastofnunarinnar. Fjöldinn er sá sami og öll sms fyrir árið 1999 og samsvarar því að fjögur þúsund sms séu send á hverri sekúndu. 5.11.2007 15:33
Forrit gegn auglýsingum sniðnum að nethegðun Bandarískir málsvarar einkalífs og neytendasamtök vestanhafs leita nú eftir hönnun forrits eða stofnun listar sem leyfir internetnotendum að ráða hvort auglýsendur nái til þeirra. Forritið myndi hamla fyrirtækjum að sníða auglýsingar að nethegðun einstaklinga. 5.11.2007 11:50
Aðalforstjóri Citigroup lætur af störfum Charles Prince stjórnarformaður og aðalforstjóri Citigroup, stærsta banka í heimi hefur látið af störfum. Þetta var tilkynnt um helgina en við störfum hans tekur Robert Rubin fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna. 5.11.2007 07:34
Ókyrrð um olíumálaráðherrann í Kuwait Olíumálaráðherrann í Kuwait, Bader al-Humaidhi, hefur boðist til þess að segja af sér embætti eftir að nokkrir meðlimir þingsins mótmæltu skipun hans í embætti fyrir viku síðan. 4.11.2007 16:12
Air Arabia ætlar að stækka flugflota sinn um allt að 50 vélar Air Arabia, stærsta lágfargjaldaflugfélag Mið-Austurlanda, ætlar að stækka flota sinn um allt að 50 vélar í nóvember eftir mánaðalangar samningaviðræður við Airbus og Boeing. 4.11.2007 13:57
Komið í veg fyrir verkfall hjá Ford Sameinað stéttarfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum skrifuðu undir fjögurra ára samning við Ford Motor verksmiðjurnar í morgun. Þannig tókst að koma í veg fyrir alvarlegt verkfall sem hefur haft áhrif á aðra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. 3.11.2007 13:24
Mærsk með fjölda fyrirtækja í skattaparadísum Stærsta fyrirtæki Danmerkur, A.P.Möller-Mærsk rekur í leyni fjöldann allan af fyrirtækjum í skattaparadísum á borð við Bermunda, Panama og Bahamas. Þetta kemur fram í bókinni Esplanaden sem kemur út í Danmörku eftir helgina. Bókin er skrifuð af blaðamanninum Sören Ellemose. 2.11.2007 13:32
NYSE þrefaldar hagnað sinn Kauphöllin í New York (NYSE) hefur þrefaldað hagnað sinn á 3ja ársfjórðungi eftir að NYSE keypti Euronext í vor og myndaði þar með fyrstu kauphöllina sem starfar beggja megin Atlantshafsins. 2.11.2007 13:17
Novo Nordisk með 400 milljarða í fyrirtækjakaup Danski lyfjarisinn Novo Nordisk hefur aðgang að allt að 400 milljörðum kr. til uppkaupa á öðrum fyrirtækum og er að leita fyrir sér um slíkt á markaðinum þessa dagana. Þetta kemtur fram í blaðinu Börsen í dag. Novo vill auka breiddina í eignasafni sínu og styrkja framleiðluna. 2.11.2007 10:14
Rauður dagur á mörkuðum í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu almennt í verði í morgun. Mikill óróleiki hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim. 2.11.2007 08:54
Upptrekkt ljós fyrir Afríku Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. 2.11.2007 07:49
Chrysler segir upp 10.000 manns Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með. 1.11.2007 15:46
Eina gullnáma Grænlands í eigu erlendra Grænlenska rannsóknarfélagið Nunaminerals hefur selt hlut sinn í einu gullnámu Grænlands og er hún nú alfarið í eigu erlendra aðila. Það var Crew Gold Corp. Í London sem keypti 17,5% hlut Nunaminerals og gaf fyrir það rúmlega 140 milljónir kr. 1.11.2007 13:29
Einkaneysla undir væntingum vestanhafs Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs. 1.11.2007 13:21
Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu. 1.11.2007 09:18
Hlutabréf á Japansmarkaði hækka í verði Hlutabréf á Japansmarkaði voru hærri við lokun markaða í morgun en þau hafa verið í tvær vikur. Ástæðan er helst rakin til vaxtalækkunnar seðlabankans, líflegs efnahagslífs í Bandaríkjunum og lækkunar á yeni, sem hafði góð áhrif á útflutningsfyrirtæki eins og Canon. Hlutabréf í Nippon olíufélaginu og öðrum olíufélögum hækkuðu líka. 1.11.2007 08:45