Greenspan gagnrýnir Bush fyrir óráðsíu 15. september 2007 17:54 Alan Greenspan þjónaði alls sex forsetum Bandaríkjanna, ýmist sem ráðgjafi eða seðlabankastjóri Bandaríkjanna. MYND/AP Alan Greespan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, vandar George Bush ekki kveðjurnar í nýrri bók um efnahagsmál. Sakar hann forsetann um óráðsíu við fjárlagagerð og að það hafi leitt til aukins halla á rekstri ríkissjóðs. Bók Greenspans, sem nefnist In The Age of Turbulence: Adventures in a New World, kemur út í næstu viku en efni hennar hefur þegar verið lekið í fjölmiðla vestan hafs. Þar kemur meðal annars fram að Greenspan hafi ráðlagt forsetanum að beita neitunarvaldi gegn ýmsum frumvörpum sem lögð voru fram í stjórnartíð repúblikana á Bandaríkjaþingi en þau fólu í sér stjórnlaust fjáraustur að mati seðlabankastjórans fyrrverandi. Forsetinn hafi virt ráð hans að vettugi. Greenspan, sem lýsir sjálfum sér sem frjálslyndum repúblikana, segir að Repúblikanaflokkurinn hafi átt skilið að tapa þingkosningunum á síðasta ári vegna frammistöðu sinnar í efnahagsmálum. Þá segir hann Bush-stjórnina hafa lagt litla áherslu alvöru umræður í efnahagsmálum og ekki hafa horft til langs tíma í þeim efnum. Greenspan var seðlabankastjóri Bandaríkjanna í nítján ár en lét af embætti í fyrra. Hann var í hópi áhrifamestu manna í heimi á sviði efnahagsmála og nýtur enn mikillar virðingar. Hann er nú 81 árs og rekur ráðgjafarfyrirtæki ásamt því að vera heiðursráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alan Greespan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, vandar George Bush ekki kveðjurnar í nýrri bók um efnahagsmál. Sakar hann forsetann um óráðsíu við fjárlagagerð og að það hafi leitt til aukins halla á rekstri ríkissjóðs. Bók Greenspans, sem nefnist In The Age of Turbulence: Adventures in a New World, kemur út í næstu viku en efni hennar hefur þegar verið lekið í fjölmiðla vestan hafs. Þar kemur meðal annars fram að Greenspan hafi ráðlagt forsetanum að beita neitunarvaldi gegn ýmsum frumvörpum sem lögð voru fram í stjórnartíð repúblikana á Bandaríkjaþingi en þau fólu í sér stjórnlaust fjáraustur að mati seðlabankastjórans fyrrverandi. Forsetinn hafi virt ráð hans að vettugi. Greenspan, sem lýsir sjálfum sér sem frjálslyndum repúblikana, segir að Repúblikanaflokkurinn hafi átt skilið að tapa þingkosningunum á síðasta ári vegna frammistöðu sinnar í efnahagsmálum. Þá segir hann Bush-stjórnina hafa lagt litla áherslu alvöru umræður í efnahagsmálum og ekki hafa horft til langs tíma í þeim efnum. Greenspan var seðlabankastjóri Bandaríkjanna í nítján ár en lét af embætti í fyrra. Hann var í hópi áhrifamestu manna í heimi á sviði efnahagsmála og nýtur enn mikillar virðingar. Hann er nú 81 árs og rekur ráðgjafarfyrirtæki ásamt því að vera heiðursráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira