Viðskipti erlent

Stærsta skuldsetta yfirtaka sögunnar

Orkufyrirtækið TXU hefur meðal annars sérhæft sig í vindorku.
Orkufyrirtækið TXU hefur meðal annars sérhæft sig í vindorku. MYND/AFP

Hluthafar í bandaríska orkufyrirtækinu TXU samþykktu í gær stærstu skuldsettu yfirtöku í heimi. Tilboðið hljóðar upp á rúma 2.400 milljarða íslenskra króna fyrir um 25 prósent eignaraðild að fyrirtækinu.

Meira en 95 prósent þeirra hlutahafa í TXU, sem ráða yfir um 74 prósentum af hlutabréfum fyrirtækisins, samþykktu yfirtökuna. Er þetta stærsta skuldsetta yfirtaka sögunnar.

Þrátt fyrir samþykki hlutahafa liggur ekki fyrir hvort bankar á borð við Citigroup, Goldman Sachs, JPMorgan, Lehman Brothers og Morgan Stanley, muni veita lán fyrir kaupunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×