Viðskipti erlent

Samsung gerir samning upp á 71 milljarð

Starfsmenn Samsung að störfum.
Starfsmenn Samsung að störfum. MYND/AFP

Suður kóreska fyrirtækið Samsung hefur tryggt sér samning við tælensk stjórnvöld um byggingu tveggja gasorkuvera þar í landi. Samningurinn hljóðar upp á rúma 71 milljarð íslenskra króna.

Orkuverin verða byggð í Map Ta Phut og eiga vera fullbúin í marsmánuði árið 2010. Samningur Samsung við tælensk stjórnvöld þýðir að fyrirtækið hefur nú gert verktakasamninga upp á tæpa 250 milljarða króna á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×