Fleiri fréttir

Olíuverð hækkaði fyrir fund OPEC-ríkja

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Ástæðan er fundur OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, síðar í dag en þar verður tekin ákvörðun um það hvort dregið verði úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þá dró úr olíubirgðum í Bandaríkjunum.

Tilboði tekið í Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum.

Stenhammar hættir hjá OMX

Olof Stenhammar, stofnandi og stjórnarformaður OMX kauphallarsamstæðunnar, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn félagsins á aðalfundi þess á næsta ári.

Ósætti milli HoF og Barclaycard

Samningur milli verslanakeðjunnar House of Fraser og Barclaycard, sem er í eigu Barclays-banka, er í uppnámi að sögn breska vefmiðilsins Telegraph. Árið 2004 skrifuðu fyrirtækin undir tíu ára samning þess efnis að frá og með júní næstkomandi myndi Barclaycard sjá um útgáfu FraserCard, nokkurs konar vildarkorts HoF.

Stýrivöxtum haldið óbreyttum vestra

Stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á þriðjudag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Almennt var búist við þessari niðurstöðu. Vextirnir hafa ekki breyst síðan í júní eftir tveggja ára samfellt vaxtahækkan

Tilboði hafnað frá Macquarie

Stjórn ástralska flugfélagsins Qantas hafnaði í gær yfirtökutilboði sem ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríski sjóðurinn Texas Pacific gerðu í félagið í undir lok síðasta mánaðar. Tilboðið hljóðaði upp á 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 598 milljarða íslenskra króna.

Mikill samdráttur hjá Spurs

Hagnaður Tottenham Hotspurs, sem er skráð í Kauphöllina í Lundúnum, dróst verulega saman á milli tveggja síðustu reikningsára eða um tæp 88 prósent. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 80 milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem lauk í júní, samanborið við 650 milljónir króna árið áður.

Fraktflugfélög að sameinast?

Bandarísku fraktflugfélögin United og Continental eru sögð eiga í viðræðum sem geti leitt til þess að félögin verði sameinuð. Viðræðurnar eru sagðar hafa farið í gang eftir að U.S. Airways gerði yfirtökutilboð í Delta.

Stýrivextir hækkaðir í Noregi

Seðlabanki Noregs hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. Vaxtahækkunin tekur gildi á morgun. Í rökstuðningi stjórnar bankans segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Þá gaf stjórnin í skyn, að vextirnir yrðu hækkaðir frekar.

Tilboð í Qantas fellt

Stjórn ástralska flugfélagsins Qantas hafnaði í dag yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie og fjárfestingafélagsins Texas Pacific. Tilboðið hljóðaði upp á 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 598 milljarða íslenskra króna.

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Danmörku

Samkeppnishæfasta og kraftmesta hagkerfi innan Evrópusambandsins er í Danmörku, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF). Í fimmta sæti á lista WEF er Þýskaland, en Bretland og Frakkland skipa sjötta og níunda sæti.

Fjölmiðlarisar fara gegn YouTube

Bandarísku fjölmiðla- og afþreyingarrisarnir News Corp., Fox, Viacom, CBS og NBC, eru sagðir eiga í viðræðum um að búa til vefsvæði þar sem sjónvarpsefni frá fyrirtækjunum verður birt.Vefsvæðið mun verða sett á laggirnar gegn YouTube.

Nissan framleiðir umhverfisvæna bíla

Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors svipti hulunni af umhverfisvænum bíl sem gengur fyrir etanólblöndu á bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Framleiðsla hefst á næsta ári. Bíllinn er liður í bættri umhverfisstefnu fyrirtækisins en vél hans byggist á tækni frá Toyota, einum helsta keppinauti Nissan í Japan.

Sátt í vafasamri rannsókn HP

Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins.

Microsoft stefnir hátt með Zune

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft stefnir að því að selja rúm milljón eintök af Zune, nýja spilastokknum sem fyrirtækið framleiðir, á fyrri helmingi næsta árs.

Krefjast öruggari rafhlaða í fartölvur

Hagsmunahópur sem berst fyrir betri ferðarafhlöðum segir öruggari rafhlöður fyrir fartölvur verða að líta dagsins ljós á næstunni. Hópurinn nefnist The Portable Battery Working Group og eiga fulltrúar frá nokkrum tölvufyrirtækjum sæti í honum.

Brasilíumenn að kaupa Corus?

Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði yfirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna.

Sterling selur viðhaldsþjónustuna

Norska lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group, hyggst stofna nýtt félag undir nafninu Essential Aircraft Maintenance Services A/S (EAMS) utan um viðhaldsþjónustu sína.

Fáir syrgja einræðisherra

Fjölmiðlar víða um heim hafa skrifað eftirmæli um Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, sem lést á herspítala í Santiago á sunnudag.

Airbus fyrir FedEx

Frederick Smith, forstjóri bandarísku póstflutningaþjónustunnar FedEx, sagði í samtali við franska viðskiptablaðið Les Echos í byrjun vikunnar, að fyrirtækið hefði enn hug á að kaupa A380 fraktflugvélar frá evrópsku flugvélaverksmiðjunum Airbus.

Airbus fær leyfi fyrir risaþotuna

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og í Evrópu hafa veitt evrópsku flugvélaverksmiðjum Airbus leyfi til að flytja farþega í A380 risaþotunni, sem kemur á markað næsta haust. Leyfið var veitt eftir 2.600 klukkustunda æfingaflug en meðal annars var flogið hingað til lands og lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun síðasta mánaðar.

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum

Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og tekur ákvörðun um hvort breytinga sé þörf á stýrivaxtastigi í landinu. Greiningardeild Glitnis segir flesta benda til að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum.

Viðskiptahallinn minnkar í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli minnkaði snarlega á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Halllinn nam 64,3 milljörðum bandaríkjadala eða 4.470 milljörðum króna í september en var 58,9 milljarðar dala eða tæplega 4.100 milljarðar króna í október. Lækkunin er að mestu tilkomin vegna lægra olíuverðs.

Nasdaq leggur fram tilboði í LSE

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq lagt fram formlega óvinveitt yfirtökutilboð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi, LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um 110 prósent á árinu vegna yfirtökutilrauna.

Atvinna eykst milli ára í löndum OECD

Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári.

Nýtt yfirtökutlboð í Corus

Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækiið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði fyirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna.

5,9 prósenta atvinnuleysi innan OECD

Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári.

Sanyo innkallar farsímarafhlöður

Japanski hátækniframleiðandinn Sanyo hefur innkallað 1,3 milljónir rafhlaða fyrir farsíma undir merkjum Sanyo en óttast er að þær geti ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað geti í þeim. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði talsvert í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægra síðan árið 1975.

Miklar hækkanir á norrænum mörkuðum

Miklar hækkanir hafa verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er ársfjórðungsins. Greiningardeild Landsbankans segir að þegar norrænu markaðirnir séu skoðaðir kemur í ljós að einungis 15 félög af 95 hafa lækkað á tímabilinu. Mesta hækkunin nemur 120% í danska fyrirtækinu Vestas Wind, sem framleiðr tækjabúnað og vindmyllur til raforkuframleiðslu.

Aldrei minni viðskiptahalli í Þýskalandi

Vöruskipti í Þýskalandi voru jákvæð um 17,2 milljarða evrur eða 1.580 milljarða íslenskra króna í október. Vöruskipti hafa aldrei verið jákvæðari og er um að ræða met í efnahagssögu landsins, sem er eitt stærsta hagkerfi Evrópusambandsins.

Hráolíuverð yfir 63 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað talsvert og fór yfir 63 dali á tunnu í dag. Beðið er eftir ákvörðun OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja, sem sögð er hyggjast að draga enn frekar úr olíuframleiðslu til að minnka birgðastöðu á hráolíu og sporna við frekari verðlækkunum á hráolíu.

HP greiðir 1 milljarð króna

Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir Bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins, sem sakaðir eru um að njósna um aðra stjórnarmenn og starfsmenn HP.

Vöxtur í Japan undir væntingum

Landsframleiðsla er mun minni í Japan á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Greiningaraðilar, sem hafa þrýst á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í annað sinn á árinu, segja nú litlar líkur á hækkun þar sem það geti komið niður á efnahagslífinu.

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir á evrusvæðinu eftirleiðis 3,5 prósent. Þetta er sjötta stýrivaxtahækkun bankans á árinu til að stemma stigu við aukinni verðbólgu á evrusvæðinu.

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki greindi frá því í dag að ákveðið hefði verið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5 prósentum. Greinendur bjuggust almennt við þessari ákvörðun.

Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum

Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga.

GM dregur úr framleiðslu sportjeppa

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætlanir stóðu til, aukinnar samkeppni frá Japan og hærri eldsneytisverð.

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi

Reiknað er með að Englandsbanki muni ákveða að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5 prósent og hafa aldrei verið hærri.

Lufthansa fær vélar frá Boeing og Airbus

Hollenska flugfélagið Lufthansa hefur pantað 20 nýjar 747 farþegarflugvélar frá Boeing auk þess að tryggja sér rétt til að kaupa 20 til viðbótar. Þá hefur flugfélagið ennfremur keypt sjö A340 farþegaflugvélar frá Airbus. Samanlagt kaupvirði nemur 6,9 milljörðum bandaríkjadala eða 477 milljarða íslenskra króna.

Grænt ljós á kaup NYSE á Euronext

Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext greindi frá því í dag að ráðgjafaþjónusta um góða stjórnarhætti fyrirtækja (ISS) hefði mælt með yfirtökutilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum.

Ryanair framlengir tilboðsfrest í Aer Lingus

Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboðsfrest í írska innanlandsflugfélagið Aer Lingus fram til 22. desember næstkomandi í kjölfar þess að innan við 1 prósent hluthafa í Aer Lingus studdi tilboðið.

Glitnir opnar fyrstur í Asíu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra klippti á borða ásamt Bjarna Ármannssyni forstjóra og Einari Sveinssyni, stjórnarformanni Glitnis, við opnun skrifstofu Glitnis í Sjanghæ í gær.

Forstjóraskipti hjá Rio Tinto

Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese.

Ríkið selur hlut sinn í Alitalia

Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja 30,1 prósents hlut sinn í flugfélaginu Alitalia gegn ákveðnum skilyrðum. Franska flugfélagið Air France-KLM hefur haft hug á kaupum og samruna flugfélaganna. Af því geti aðeins orðið verði skuldastaða flugfélagsins bætt verulega.

Sjá næstu 50 fréttir