Viðskipti erlent

Atvinna eykst milli ára í löndum OECD

Þjóðverjar í atvinnuleit Heldur er bjartara yfir atvinnumálum í evrulöndunum en í fyrra. Óvíst er samt að breytinguna megi merkja á biðröðum atvinnumiðlana.
Þjóðverjar í atvinnuleit Heldur er bjartara yfir atvinnumálum í evrulöndunum en í fyrra. Óvíst er samt að breytinguna megi merkja á biðröðum atvinnumiðlana.

Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 7,7 prósent á sama tíma sem er 0,1 prósenti minna en í mánuðinum á undan. Þá er mælingin á evrusvæðinu 0,8 prósentum undir því sem var á sama tíma fyrir ári.

Hér á landi mælist atvinnuleysi eitt prósent í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×