Viðskipti erlent

Glitnir opnar fyrstur í Asíu

Klippt á borðann í Kína
Klippt á borðann í Kína Mynd/Hafliði Helgason
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra klippti á borða ásamt Bjarna Ármannssyni forstjóra og Einari Sveinssyni, stjórnarformanni Glitnis, við opnun skrifstofu Glitnis í Sjanghæ í gær.

Íslenskur banki hefur ekki áður sett upp skrifstofu í Asíu en fjölmörg íslensk fyrirtæki eru með starfsemi þar. Opnun skrifstofu Glitnis er liður í stefnu bankans að sinna afmörkuðum starfsgreinum á alþjóðamarkaði. Bankinn hefur um nokkurt skeið mótað sér stefnu í að þjónusta fyrirtæki í framleiðslu sjávarafurða og orkufyrirtæki sem sérhæfa sig í endurnýjanlegri orku.

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði við opnunina að fjölmörg tækifæri væru fyrir þessar syllur bankans í Suðaustur-Asíu. Glitnir hefur þegar tekið þátt í verkefnum í hitaveituframkvæmdum og í matvælageiranum. Í hitaveitunni er bankinn í samstarfi við Enex i Xian Yang, en Glitnir er einnig eigandi að matvælafyrirtæki með Bakkavör, en Bakkavör hefur gefið út að fyrirtækið stefni að uppbyggingu í þessum heimshluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×