Fleiri fréttir

Minna atvinnuleysi á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan.

Kerkorian selur meira í GM

Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent.

Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli

Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili.

Svínabændur uggandi

Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs.

Rússneskur ríkisrekstur áhyggjuefni

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils vaxtar rússneska ríkisorkufyrirtækisins Gazprom, sem sagt er hafa einokunarstöðu á markaði fyrir jarðgas í Austur-Evrópu.

Elstu leikfangagerð Bretlands lokað

Breski leikfangaframleiðandinn Merrythought hefur verið lýstur gjaldþrota. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1930, er eitt elsta fyrirtækið í Bretlandi í þessum geira og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi.

Samdráttur hjá Wal-Mart

Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart greindi frá því í dag að sala hefði dregist saman um 0,1 prósent í nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem samdráttar er vart í áratug hjá verslanakeðjunni. Verslanakeðjan segir að afslættir sem Wal-Mart bauð hafi ekki höfðað til viðskiptavina.

Þjóðverjar vilja hækka eftirlaunaaldur

Ríkisstjórn Þýskalands er sögð hafa á áætlun sinni að hækka eftirlaunaaldur úr 65 árum í 67. Með þessu er horft til þess að draga úr kostnaði úr lífeyrisgreiðslum ríkisins. Málið, sem hefur mætt harðri andstöðu verkalýðsfélaga, hefur enn ekki verið lagt fyrir þýska þingið.

Hráolíuverð yfir 30 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 63 dali á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar. Helsta ástæðan eru niðurstöður vikulegrar skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytsins sem kom út í gær en hún sýndi að eldsneytisbirgðir landsins hefðu minnkað á milli vikna. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra í tvö mánuði.

Hagvöxtur á Indlandi umfram væntingar

Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum hagstofu Indlands. Þetta er langt umfram væntingar greiningaraðila.

Auðkýfingur ranglega orðaður við yfirtöku

Gengi hlutabréfa í bandaríska dagblaðinu New York Times hækkuðu um 7,4 prósent á markaði í Bandaríkjunum í gær í kjölfar orðróms um að bandaríski auðkýfingurinn Maurice Greenberg hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í dagblaðið.

Spá hærri verðbólgu á evrusvæðinu

Reiknað er með að verðbólga verði 1,8 prósent á evrusvæðinu í nóvember, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birt var í dag. Þetta er 0,2 prósenta hækkun frá mánuðinum á undan.

Kosið um samruna Euronext og NYSE

Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext segist fullviss um að hluthafar markaðarins muni samþykkja samruna við kauphöllina í New York í Bandaríkjunum (NYSE). Kosið verður um samrunann á sérstökum hluthafafundi í næsta mánuði.

Windows Vista komið út

Sala hófst í dag um allan heim á Windows Vista, nýjasta stýrikerfinu frá Microsoft. Um fyrirtækjaútgáfu stýrikerfisins er að ræða en útgáfan fyrir einstaklinga og heimili kemur út í lok janúar á næsta ári. Stýrikerfið hefur verið í þróun í fimm ár eða síðan Windows XP kom á markað.

Nasdaq tryggir sig fyrir yfirtöku á LSE

Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE).

38.000 skrifa undir starfslokasamning hjá Ford

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford greindi frá því í dag að um 38.000 starfsmenn hafi skrifað undir starfslokasamninga. Þetta jafngildir um helmingi starfsmanna hjá Ford í Bandaríkjunum.

Ryanair með fjórðungshlut í Aer Lingus

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska innanlandsflugfélaginu Aer Lingus og á nú fjórðung í félaginu. Dermont Mannion, forstjóri Aer Lingus, staðfesti þetta í gær. Ryanair vinnur að óvinveittri yfirtöku á flugfélaginu.

Fáir nota netvarpið

Niðurstöður nýlegrar könnunar sem bandaríska stofnunin Pew Internet and American Life Project gerði í Bandaríkjunum fyrir nokkru, benda til að þeim fjölgi sem hafa nýtt sér netvarp (e. podcast), en það er hljóð-, mynd- eða myndbandsefni sem hægt er að hala niður af netinu og hlusta og horfa á í spilurum á borð við iPod, sem geta ráðið við stafrænt efni á samþjöppuðu formi.

Danir vilja efsta skattþrepið í burt

Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann.

Aðhalds enn þörf að mati OECD

Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum.

Galli í skrá Firefox

Galli hefur fundist í Firefox-vafranum frá Mozilla sem gerir það að verkum að tölvuþrjótar geta rænt upplýsingum frá þeim netverjum sem nota vafrann. Sama galla er að finna í Internet Explorer frá Microsoft.

Norska ríkið selur í Storebrand

Folketrygdfondet, sjóður í eigu norska ríksins, er ekki lengur stærsti hluthafinn í fjármálafyrirtækinu Storebrand.

Google sagt brjóta á blaðaútgefendum

Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google.

Ticket horfir til Danmerkur

Stjórnendur Ticket, sænsku ferðaskrifstofukeðjunnar, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, stefna á 45-50 milljarða veltu á þessu ári eftir að félagið yfirtók viðskiptaferðaskrifstofuna MZ Travel Group á dögunum.

Ný útgáfa af Opera Mini kom út í dag

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma.

Ford í fjárhagskröggum

Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford segir að fyrirtækið þurfi að taka allt að 18 milljarða dala lán til að standa straum af þeim kostnaði sem hagræðingarferli fyrirtækisins kostar. Þetta svarar til rúmlega 1.260 milljarða íslenskra króna.

Líkur á samruna flugfélaga

Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður og forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France-KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn.

Eurotunnel bjargað frá gjaldþroti

Meirihluti lánadrottna Eurotunnel, sem rekur göngin á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hafa samþykkt skuldabreytingu hjá félaginu sem á að forða því frá gjaldþroti og sölu eigna. Breytingin felur í sér stofnun nýs rekstrarfélags, Groupe Eurotunnel.

Hráolíuverð hækkaði

Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar fregna um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, muni hugsanlega tilkynna um samdrátt á olíuframleiðslukvóta í næsta mánuði.

Skipt um fjármálastjóra hjá Volkswagen

Stjórn þýsku bílaframleiðandanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin. Ákvörðunin tengist uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem ákveðið hefur að hætta um áramótin.

Wal-Mart nemur land á Indlandi

Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi.

Vogunarsjóðir gegn Stork

Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins.

Scania fellir tilboð MAN

Stjórn sænska vörubílaframleiðandans Scania hefur fellt óvinveitt yfirtökutilboð þýska samkeppnisaðilans MAN í félagið. Tilboðið hljóðaði upp á 10,2 milljarða evrur eða um 942 milljarða íslenskra króna.

Volvo innkallar 360.000 bíla í Bandaríkjunum

Bandaríska umferðaöryggisstofnunin (NHTSA) hefur skikkað bílaframleiðandann Volvo, dótturfyrirtæki Ford, til að innkalla 360.000 bíla í Bandaríkjunum vegna galla í rafeindastýrðri eldsneytisgjöf bílanna.

Olíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðverð á hráolíu hækkaði lítillega í rafrænum viðskiptum á markaði í Bandaríkjunum í dag. Búist er við nokkurri eftirspurn eftir eldsneyti vestanhafs um helgina en Þakkargjörðarhátíðin er nú að renna þar í garð. Verðið hefur lækkað um 23 prósent síðan það náði hámarki í júlí í sumar.

Hluthafar hindra yfirtöku á Aer Lingus

Sjóður í eigu starfsmannafélags írska flugfélagsins Aer Lingus, sem á stóran hlut í flugfélaginu, hefur fellt yfirtökutilboð írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair í félagið. Breska ríkisútvarpið segir sjóðinn geta komið í veg fyrir yfirtöku Ryanair á Aer Lingus.

Sony innkallar stafrænar myndavélar

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur ákveðið að innkalla átta gerðir stafrænna myndavéla vegna galla í myndnema sem gerir það að verkum að notendur geta átt í erfiðleikum með að sjá á skjá vélarinnar þegar þeir taka myndir. Forsvarsmenn Sony hafa neitað að tjá sig um það hversu margar myndavélar verði innkallaðar.

Beita sér ekki gegn yfirtöku á Qantas

Ríkisstjórn Ástralíu ætlar ekki að beita sér gegn því að ástralski bankinn Macquire og bandaríska fjárfestingafélagið Texas Pacific geri yfirtökutilboð í ástralska flugfélagið Qantas.

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi, einu stærsta hagkerfi evrusvæðisins, á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Greiningardeild Kaupþing segir u töluvert minni vöxt að ræða en á öðrum ársfjórðungi þegar þýska hagkerfið óx um 1,1 prósent á milli fjórðunga.

Livedoor selur fjármálaarm sinn

Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrirtækisins fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða krónur til fjárfestingafélagsins Advantage Partners. Þessi hluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið peningamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtækisins.

Stefnt að samruna Air France KLM og Alitalia

Jean-Cyril Spinetta, forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France KLM, greindi frá því í dag að flugfélagið ætti í viðræðum um hugsanlegan samruna við ítalska flugfélagið Alitalia. Samruni flugfélaganna hefur verið á áætlun í langan tíma, að hans sögn.

Komið í veg fyrir áfengiskaup

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Bretar, sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum löndum á netinu og láta senda sér heim, verði að greiða tolla og gjöld af vörunum. Einhverjum Bretum kann að þykja þetta súrt í broti enda hafa margir keypt vörurnar í öðrum löndum þar sem tollar eru lægri en í Bretlandi og látið senda sér.

Kerkorian selur í General Motors

Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er sagður ætla að minnka við sig í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu og einn stærsti einstaki hluthafi þess. Breska ríkisútvarpið segir Kerkorian ætla að selja 14 milljón hluti í félaginu og fara niður í 7,4 prósenta eignarhlut.

Airbus segir eftirspurn stóraukast á næstu árum

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segir mikinn hagvöxt í Kína og Indlandi á næstu árum kalla á aukna eftirspurn eftir flugvélum. Að sögn forsvarsmanna Airbus benda spár félagsins til þess að hægt verði að selja allt að 22.700 nýjar flugvélar frá félaginu fram til ársins 2025.

Minni væntingar vestanhafs

Væntingavísitalan mældist 92,1 stig í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þetta er 1,5 stiga lækkun á milli mánaða og nokkuð meiri lækkun en búist var við.

Sjá næstu 50 fréttir