Fleiri fréttir

Hugmyndirnar sem keppa í úrslitum Gulleggsins í ár

Tíu teymi hafa verið valin til að taka þátt í lokakeppninni um Gulleggið 2023. Keppnin fer fram þann 10. febrúar næstkomandi í Grósku og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu hér á Vísi.

Nánast öllu starfs­fólki Cyren sagt upp

Nánast öllu starfsfólki tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren hefur verið sagt upp, þar af þrjátíu starfsmönnum á Íslandi. Móðurfyrirtækið stendur á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að rekstur íslensku deildarinnar hafi gengið vel. 

Sau­tján milljarða hagnaður Lands­bankans á krefjandi ári

Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða á síðasta ári. Bankaráð bankans hyggst leggja til að greiddur verði 8,5 milljarðar í arð til eigenda bankans vegna reksturs síðasta árs. Bankastjóri bankans segir árið hafa verið krefjandi.

Lestur Frétta­blaðsins hrynur

Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks.

Spá elleftu hækkuninni í röð

Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð.

Biðja pizzu­óða Mos­fellinga af­sökunar og læra af mis­tökunum

Nokkrir hnökrar voru á opnun nýs útibús pizzukeðjunnar Pizzunnar í Mosfellsbæ í liðnum mánuði. Eftir að villa kom upp í tölvukerfi keðjunnar sá framkvæmdastóri hjá fyrirtækinu sig knúinn til að biðja Mosfellinga afsökunar. Hann segir eftirspurn eftir pizzum greinilega mikla í bænum og er bjartsýnn á framhaldið. 

Stjörnu-Sævar til KPMG

Fyrirtækið KPMG hefur ráðið til sín fjóra sérfræðinga, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Guido Picus, Sævar Helga Bragason og Þorstein Guðbrandsson. Sérhæfa þau sig á fjölbreyttum sviðum og koma frá ólíkum geirum atvinnulífsins. 

Jóhann Ingi og Hrafn Leó til Orku náttúrunnar

Jóhann Ingi Magnússon hefur verið ráðinn sem sölustjóri fyrirtækja- og einstaklingsmarkaða hjá Orku náttúrunnar. Þá hefur Hrafn Leó Guðjónsson tekið við starfi vörustjóra sama fyrirtækis. 

Sér­fræðingar með sau­tján til­lögur að úr­bótum hjá Seðla­bankanum

Þrír erlendir sérfræðingar sem skipuðu úttektarnefnd að beiðni forsætisráðherra hafa skilað sautján tillögum að úrbótum hjá Seðlabanka Íslands er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Nefndin telur ástæðu til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar.

Sidekick segir upp 26 manns

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis.

Sátu al­var­lega fundi um tómat­sósu og guaca­mo­le

Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi.

Kofi Tómasar frænda kveður og Ægir tekur við

Ægir brugghús hefur opnað bar við Laugaveg 2. Áður var skemmtistaðurinn Kofinn, sem áður fyrr hét Kofi Tómasar frænda, rekinn í húsnæðinu. Framkvæmdastjórinn segir reksturinn hafa gengið mjög vel eftir opnunina. 

Verð­bólga mælist 9,9 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan.

Fljótel meðal sýnis­­gripa á ferða­­þjónustu­há­­tíð

Mid-Atlantic kaupstefnan fór fram í Laugardalshöll í dag, í fyrsta sinn í þrjú ár. Kaupstefnugestir segja mikinn vöxt hafa orðið í íslenskri ferðaþjónustu síðan ráðstefnan fór síðast fram og nauðsynlegt að mynda tengsl bæði vestan og austan Atlantshafs.

Bleiki liturinn settur í sviðs­ljósið með nýjum kerrum

Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. 

Kaup KS á Gunnars ógild

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum.

Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindar­hvoli og ríkinu

Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019.

Icelandair hefur áætlunarflug til Krítar

Icelandair tilkynnir í dag Krít á Grikklandi sem nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu. Flogið verður einu sinni í viku, á föstudögum, frá Keflavíkurflugvelli til Chania flugvallar á Krít.

Fiski­kóngurinn harð­orður: Skellir í lás við Höfða­bakka

Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins.

Guð­rún tekur við af Frið­jóni hjá KOM eftir sam­einingu

KOM ráðgjöf og auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere hafa sameinast og munu fyrirtækin starfa undir merkjum KOM ráðgjafar. Guðrún Ansnes, annar eigenda Ampere, tekur við sem framkvæmdastjóri KOM af Friðjóni R. Friðjónssyni sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin níu ár.

Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný

Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 

At­vinnu­leysi dróst saman um 1,3 prósentu­stig

Atvinnuleysi dróst saman um 1,3 prósentustig frá desember 2021 til desember 2022. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi er nú í 3,3 prósentum og hefur dregist saman um 5,7 prósentustig frá því að það var sem hæst í apríl árið 2021.

Vand­ræði með net­þjónustur Micros­oft

Bandaríski tæknirisinn Microsoft rannsakar nú bilun sem varð í netþjónustu fyrirtækisins í morgun. Fjölmargir hafa átt í vandræðum með að tengjast þjónustum á borð við Teams og Outlook.

Verð­tryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum hjá bönkunum

Þrátt fyrir útlit sé fyrir að fasteignamarkaðurinn sé að kólna hratt þá er enn tiltölulega hátt hlutfall íbúða að seljast á yfirverði. Þannig seldust 17,4 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu á yfirverði í desember, samanborið við 19,3 prósent í nóvember.

Launa­vísi­tala hækkar um fjögur prósent milli mánaða

Laun hækkuðu að jafnaði um fjögur prósent á milli mánaða í desember 2022 samkvæmt launavísitölu. Bráðabirgðamat gefur til kynna að laun starfsfólks á almennum vinnumarkaði hækkaði um 5,6 prósent milli mánaða. 

Leifur nýr for­stöðu­maður hjá Motus

Leifur Grétarsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Hann kemur til fyrirtækisins frá CreditInfo þar sem hann hefur starfað síðan árið 2015.

Ríflega 40 prósent sjóða og stofnana hafa ekki skilað ársreikningi

Ríflega fjörutíu prósent allra virkra sjóða og stofnana sem bar að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2021 hafa ekki enn gert það. Athygli vekur að 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi. Veruleg hætta er á að stofnanir og sjóðir séu notaðar til að þvætta pening og er þörf á að virkja lagaúrræði sem knýr fram skil á ársreikningum að mati Ríkisendurskoðunar. 

Steinunn frá Stígamótum til Aton JL

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hefur senn störf sem ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL. Hún hefur um árabil verið talskona Stígamóta, sem leita nú nýrrar talskonu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.