Guðrún tekur við af Friðjóni hjá KOM eftir sameiningu Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 08:10 Friðjón R. Friðjónsson, Guðrún Ansnes og Tinna Pétursdóttir. Aðsend KOM ráðgjöf og auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere hafa sameinast og munu fyrirtækin starfa undir merkjum KOM ráðgjafar. Guðrún Ansnes, annar eigenda Ampere, tekur við sem framkvæmdastjóri KOM af Friðjóni R. Friðjónssyni sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin níu ár. Frá þessu segir í tilkynningu frá KOM. Þar kemur fram að meðeigandi Guðrúnar, Tinna Pétursdóttir, verði hönnunarstjóri KOM og muni byggja upp hönnunarteymi KOM ráðgjafar. „Við þessa breytingu verða Friðjón og Björgvin Guðmundsson, meðeigandi í KOM, áfram í níu manna teymi ráðgjafa KOM, sem stofnað var fyrir 37 árum. Sameiningin við Ampere eykur enn þjónustuframboð KOM, sem hefur einbeitt sér að almannatengslum, krísustjórnun, fjölmiðlasamskiptum, stjórnendaráðgjöf, greiningum, samskiptum við hagaðila og skipulagðri upplýsingagjöf. Við sameininguna er meiri áhersla lögð á markaðsmiðaða ráðgjöf þar sem teymi sérfræðinga í almannatengslum og myndrænni framsetningu skilaboða veita viðskiptavinum mikilvægan stuðning við ákvarðanatökur, framsetningu efni og ásýnd. Bæði Tinna og Guðrún hafa starfað fyrir stærstu fyrirtæki landsins á sviði markaðs- og kynningarmála, gerð kynningarefnis, framkvæmd herferða og hönnun útlits,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðrúnu að þær Tinna séu reglulega ánægðar með sameiningu félaganna tveggja enda samlegðaráhrifin ótvíræð. „KOM er eitt elsta og reynslumesta félag á sínu sviði hérlendis með öflugt og fjölbreytt teymi ráðgjafa innanstokks. Með sameiningunni gefst okkur kostur á að takast á við virkilega spennandi áskoranir enda komum við að borðinu með aðrar áherslur og það mun skila sér í enn sterkara félagi og meiri breidd í þjónustuframboði þessa rótgróna félags,” segir Guðrún. Þá er haft eftir Friðjóni, fráfarandi framkvæmdastjóra, að sameiningin er skemmtilegur og rökréttur áfangi í þróun KOM, enda taki almannatengslaráðgjöf stöðugum breytingum rétt eins og boðleiðirnar og markaðurinn. „Ég hef stýrt KOM í níu ár og ég hlakka til að einbeita mér að öðrum verkefnum en um leið fá að sinna afmörkuðum verkefnum hjá KOM,“ segir Friðjón. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá KOM. Þar kemur fram að meðeigandi Guðrúnar, Tinna Pétursdóttir, verði hönnunarstjóri KOM og muni byggja upp hönnunarteymi KOM ráðgjafar. „Við þessa breytingu verða Friðjón og Björgvin Guðmundsson, meðeigandi í KOM, áfram í níu manna teymi ráðgjafa KOM, sem stofnað var fyrir 37 árum. Sameiningin við Ampere eykur enn þjónustuframboð KOM, sem hefur einbeitt sér að almannatengslum, krísustjórnun, fjölmiðlasamskiptum, stjórnendaráðgjöf, greiningum, samskiptum við hagaðila og skipulagðri upplýsingagjöf. Við sameininguna er meiri áhersla lögð á markaðsmiðaða ráðgjöf þar sem teymi sérfræðinga í almannatengslum og myndrænni framsetningu skilaboða veita viðskiptavinum mikilvægan stuðning við ákvarðanatökur, framsetningu efni og ásýnd. Bæði Tinna og Guðrún hafa starfað fyrir stærstu fyrirtæki landsins á sviði markaðs- og kynningarmála, gerð kynningarefnis, framkvæmd herferða og hönnun útlits,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðrúnu að þær Tinna séu reglulega ánægðar með sameiningu félaganna tveggja enda samlegðaráhrifin ótvíræð. „KOM er eitt elsta og reynslumesta félag á sínu sviði hérlendis með öflugt og fjölbreytt teymi ráðgjafa innanstokks. Með sameiningunni gefst okkur kostur á að takast á við virkilega spennandi áskoranir enda komum við að borðinu með aðrar áherslur og það mun skila sér í enn sterkara félagi og meiri breidd í þjónustuframboði þessa rótgróna félags,” segir Guðrún. Þá er haft eftir Friðjóni, fráfarandi framkvæmdastjóra, að sameiningin er skemmtilegur og rökréttur áfangi í þróun KOM, enda taki almannatengslaráðgjöf stöðugum breytingum rétt eins og boðleiðirnar og markaðurinn. „Ég hef stýrt KOM í níu ár og ég hlakka til að einbeita mér að öðrum verkefnum en um leið fá að sinna afmörkuðum verkefnum hjá KOM,“ segir Friðjón.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Sjá meira