Lestur Fréttablaðsins hrynur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 13:29 Höfuðstöðvar Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks. Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í nýjustu lestrarkönnun Gallups, sem aðgengileg er hér. Þar má sjá að á milli síðastliðins desembermánaðar og janúarmánaðar fór hlutdeild Fréttablaðsins í lestri úr 28,2 prósent í 15,7 prósent. Er að um að ræða rúma 44 prósent lækkun á milli mánaða. Ákveðið var í upphafi árs að hætta að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Þess í stað var ákveðið að blaðið yrði aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins er breytingin meiri. Þar fer lestur Fréttablaðsins úr 34,6 prósentum í 17,2 prósent. Er þar um að ræða rétt rúmlega 50 prósent minnkun á lestri. Morgunblaðið er því orðið mest lesni prentmiðillinn af þeim þremur sem koma út oftar en vikulega. Morgunblaðið bætir lítillega við sig lestri yfir sama tímabil, fer úr 17,8 prósent í 18,9. Sé bara litið til höfuðborgarsvæðisins fer lestur Morgunblaðsins úr 19,7 prósent í 19,9 prósent. Í frétt Fréttablaðsins, þar sem tilkynnt var um breytingar á dreifingu blaðsins, kom fram að ekki væri búist við því að þær myndu hafa áhrif á lesturinn. Fréttablaðið rekur einnig fréttavefinn frettabladid.is, sem hefur um nokkurt skeið verið þriðji mest lesni vefur landsins. Sjá má á vef Gallups að lestur þar hefur aukist frá því í desember. Vefurinn á samt sem áður þó nokkuð í land til að ná lestri Vísis og mbl.is, sem bítast um yfirleitt um efsta sætið á listanum. Ekki hefur náðst í Jón Þórisson, forstjóra Torgs, við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í nýjustu lestrarkönnun Gallups, sem aðgengileg er hér. Þar má sjá að á milli síðastliðins desembermánaðar og janúarmánaðar fór hlutdeild Fréttablaðsins í lestri úr 28,2 prósent í 15,7 prósent. Er að um að ræða rúma 44 prósent lækkun á milli mánaða. Ákveðið var í upphafi árs að hætta að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Þess í stað var ákveðið að blaðið yrði aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins er breytingin meiri. Þar fer lestur Fréttablaðsins úr 34,6 prósentum í 17,2 prósent. Er þar um að ræða rétt rúmlega 50 prósent minnkun á lestri. Morgunblaðið er því orðið mest lesni prentmiðillinn af þeim þremur sem koma út oftar en vikulega. Morgunblaðið bætir lítillega við sig lestri yfir sama tímabil, fer úr 17,8 prósent í 18,9. Sé bara litið til höfuðborgarsvæðisins fer lestur Morgunblaðsins úr 19,7 prósent í 19,9 prósent. Í frétt Fréttablaðsins, þar sem tilkynnt var um breytingar á dreifingu blaðsins, kom fram að ekki væri búist við því að þær myndu hafa áhrif á lesturinn. Fréttablaðið rekur einnig fréttavefinn frettabladid.is, sem hefur um nokkurt skeið verið þriðji mest lesni vefur landsins. Sjá má á vef Gallups að lestur þar hefur aukist frá því í desember. Vefurinn á samt sem áður þó nokkuð í land til að ná lestri Vísis og mbl.is, sem bítast um yfirleitt um efsta sætið á listanum. Ekki hefur náðst í Jón Þórisson, forstjóra Torgs, við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19