Fiskikóngurinn harðorður: Skellir í lás við Höfðabakka Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 09:03 Kristján Berg segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt, meðal annars hátt fiskverð á mörkuðum og breytt neyslumenning. Vísir/Vilhelm/Fiskikóngurinn Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins. „Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi. Verslun Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi.
Verslun Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent