Fleiri fréttir

Í­búða­verð á landinu lækkaði annan mánuðinn í röð

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í desembermánuði, annan mánuðinn í röð. Bæði sérbýli og fjölbýli lækkuðu í verði á milli mánaða og benda flest gögn til að íbúðamarkaðurinn sé að kólna talsvert. Þetta séu góðar fréttir, meðal annars fyrir verðbólguhorfur.

Bein út­sending: Ný græn auð­lind

Landsvirkjun stendur fyrir opnum fundi um raforkumarkaði á Reykjavík Hilton Nordica á Suðurlandsbraut í dag. Fundurinn hefst klukkan níu og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan.

Vilhjálmur Pétursson ráðinn sjóðstjóri hjá LSR

LSR hefur ráðið Vilhjálm Pétursson í starf sjóðstjóra á eignastýringasviði. Vilhjálmur kemur inn í innlent teymi eignastýringar, með áherslu á óskráð verðbréf og fjárfestingagreiningar. Hann mun hefja störf hjá LSR innan skamms.

Hafa keypt Stein­smiðjuna Rein

Tvær ungar fjölskyldur – þau Arnar Freyr Magnússon og Íris Blöndahl ásamt Fanneyju Sigurgeirsdóttur og Steinari Þór Ólafssyni – hafa keypt Steinsmiðjuna Rein við Viðarhöfða í Reykjavík.

Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi

Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum.

SA kom ekki ná­lægt samningum við verk­fræðinga

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að SA hafi ekki á nokkurn hátt komið að kjarasamningnum sem Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölvunarfræðinga gerðu í desember við FRV, félag ráðgjafarverkræðinga.

Nýr sameinaður fjölmiðill ber heitið „Heimildin“

Heimildin, nýr fjölmiðill, fór í loftið í morgun en hann er afsprengi sameiningar Kjarnans og Stundarinnar. „Þér er hér með boðið með í þetta ferðalag, sem er vonandi rétt að hefjast,“ segir í fyrsta leiðara miðilsins.

Vera ráðin fram­kvæmda­stjóri Mynd­stefs

Vera Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs. Í fréttatilkynningu kemur fram að Vera hafi umfangsmikla reynslu af stjórnsýslu og verkefnastjórnun.

Skatta­málum Sam­herja lokið með sátt

Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018.

Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur ná­grönnum miklum ama

Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama.

Spá ferða­manna­fjölda á pari við 2018

Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst.

Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjar­lægðar úr Goog­le-leit

Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann.

Bein út­sending: Skatta­dagurinn 2023

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og stendur frá klukkan 8:30 til 10. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í spilara að neðan. 

Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu

Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu.

Hrað­lestin opnar í hús­næði CooCoo‘s Nest á Granda

„Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB

Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið.

Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll.

Auður Hrefna fylgist með á­byrgum við­skipta­háttum á Ís­landi

Samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti, UN Global Compact, hafa ráðið Auði Hrefnu Guðmundsdóttur sem svæðisstjóra fyrir Ísland. Auður Hrefna starfaði áður hjá Landsbankanum á sviði fræðslu og þjálfunar og þar áður hjá Háskólanum í Reykjavík og Opna háskólanum. Auður Hrefna er með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands.

Ali Baba í Austur­stræti lokað

Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.