Viðskipti innlent

Ráðinn nýr for­stöðu­maður hjá Creditin­fo

Atli Ísleifsson skrifar
Páll Arnar Guðmundsson.
Páll Arnar Guðmundsson. Aðsend

Páll Arnar Guðmundsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns gagna hjá Creditinfo á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Páll Arnar hafi unnið hjá Creditinfo frá árinu 2015 og sinnt ýmsum störfum, meðal annars sem vöru- og verkefnastjóri. 

„Síðastliðið ár hefur Páll unnið hjá Creditinfo Group og stýrt samskiptum og sölu á alþjóðlegum gögnum félagsins til erlenda samstarfsaðila. Áður starfaði Páll hjá Fons Juris, íslensku lögfræðigagnasafni. Páll er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.“ segir í tilkynningunni. 

Cred­it­in­fo var stofnað í Reykja­vík árið 1997 og sér­hæf­ir sig í miðlun fjár­hags- og viðskipta­upp­lýs­inga og ráðgjöf tengdri áhættumati og áhættu­stýr­ingu fyr­ir­tækja.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×