Hafa samþykkt 59 prósent umsókna um hlutdeildarlán Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 13:42 Heildarkaupverð þessara 452 fasteigna nemur tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafa verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt 59 prósent af þeim umsóknum sem borist hafa um hlutdeildarlán frá því að opnað var fyrir umsóknir í nóvember 2020. Í tilkynningu frá HMS er farið yfir málið og segir að af þeim 1.086 umsóknum sem hafa borist hafa 642 verið samþykktar. „Hlutdeildarlán hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 30% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarláni,“ segir í tilkynninguni. Flestir á aldrinum 24 til 33 ára Ennfremur kemur fram að samtals hafi 452 fjölskyldur fengið aðstoð við að kaupa sitt fyrsta heimili í gegnum hlutdeildarlán og telja þessar fjölskyldur um 830 einstaklinga. Um sé að ræða 618 fullorðna einstaklinga og 212 börn. „Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem hafa sótt um á aldrinum 24-33 ára, eða 54%. Aldursdreifingin nær þó alveg frá 79 ára aldri og niður í 20 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps,“ segir í tilkynningunni. Heildarkaupverð fasteigna tæplega 18 milljarðar Í tilkynningu HMS segir að heildarkaupverð þessara 452 fasteigna hafi numið tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafi verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Að meðaltali þá nemi hlutdeildarlánið um 21 prósent af kaupverði eignanna. „Nú þegar hafa 12 hlutdeildarlán verið greidd upp af 452 og er uppgreiðslufjárhæð þeirra um 27 milljónum kr. hærri en upphafleg lánsfjárhæð, að meðaltali 2,3 milljónir per lán. Af þessum 12 lánum eru 5 vegna eigna á Selfossi, 2 á höfuðborgarsvæðinu og 2 á Akureyri. Að meðaltali hafa fasteignir hækkað um 32% frá því að viðskiptavinur kaupir þar til hann greiðir upp lánið.“ Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Í tilkynningu frá HMS er farið yfir málið og segir að af þeim 1.086 umsóknum sem hafa borist hafa 642 verið samþykktar. „Hlutdeildarlán hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 30% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarláni,“ segir í tilkynninguni. Flestir á aldrinum 24 til 33 ára Ennfremur kemur fram að samtals hafi 452 fjölskyldur fengið aðstoð við að kaupa sitt fyrsta heimili í gegnum hlutdeildarlán og telja þessar fjölskyldur um 830 einstaklinga. Um sé að ræða 618 fullorðna einstaklinga og 212 börn. „Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem hafa sótt um á aldrinum 24-33 ára, eða 54%. Aldursdreifingin nær þó alveg frá 79 ára aldri og niður í 20 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps,“ segir í tilkynningunni. Heildarkaupverð fasteigna tæplega 18 milljarðar Í tilkynningu HMS segir að heildarkaupverð þessara 452 fasteigna hafi numið tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafi verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Að meðaltali þá nemi hlutdeildarlánið um 21 prósent af kaupverði eignanna. „Nú þegar hafa 12 hlutdeildarlán verið greidd upp af 452 og er uppgreiðslufjárhæð þeirra um 27 milljónum kr. hærri en upphafleg lánsfjárhæð, að meðaltali 2,3 milljónir per lán. Af þessum 12 lánum eru 5 vegna eigna á Selfossi, 2 á höfuðborgarsvæðinu og 2 á Akureyri. Að meðaltali hafa fasteignir hækkað um 32% frá því að viðskiptavinur kaupir þar til hann greiðir upp lánið.“
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira