Viðskipti innlent

Arnar nýr for­stöðu­maður hjá Isavia

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Bentsson.
Arnar Bentsson. Isavia

Arnar Bentsson hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Isavia.

Í tilkynningu frá Isavia segir að hann taki við starfinu af Raquelitu Aguilar sem hafi nýverið horfið til annarra starfa. 

„Arnar var valinn úr hópi tæplega fimmtíu umsækjenda. Hann hefur frá því í ágúst í fyrra starfað sem stafrænn ráðgjafi hjá Isavia og þekkir því málaflokkinn hjá fyrirtækinu vel.

Arnar er með M.Sc. gráðu í Management of Innovation and Business Development (stjórn nýsköpunar og viðskiptaþróunar) frá Copenhagen Business School (CBS) og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur víðtæka reynslu af stafrænum umbreytingaverkefnum og hefur m.a. starfað við slík verkefni hjá Storytel, Vodafone og Telenor í Danmörku,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×