Fleiri fréttir

Bein út­sending: Stjórnunar­verð­laun Stjórn­vísi af­hent

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í tólfta sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Árlegu verðlaunin eru veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og verður hægt að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi.

Nýja ofur­tölvan liður í að vernda ís­lenskuna

Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku.

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 2,5 prósent í fyrra

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%.

Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar

Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra.

Hlíðar­búar vilja smur­brauð í stað smur­olíu

Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum.

Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný

Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri.

Domino's svarar og sendir Spaðanum sneið

Orðsendingar hafa gengið á víxl á milli íslenskra flatbökurisa í dag. Lotan hófst með yfirlýsingum Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans, um að hann hefði í hyggju að setja Domino’s á hausinn á fimm árum.

Ætla að farga milljónum tonna kol­tví­sýrings í Straums­vík

Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag.

209 milljóna tap Ríkis­út­varpsins

Ríkisútvarpið tapaði 209 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020, samkvæmt rekstrarreikningi sem kynntur var á aðalfundi í dag. Afkoma Ríkisútvarpsins sé þannig neikvæð í fyrsta sinn frá árinu 2014 vegna kórónuveirufaraldursins.

Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína

Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna.

Fjórða hver íbúð selst yfir ásettu verði

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,6% milli febrúar og mars sem er mesta hækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í maí 2017.

Nýr framkvæmdastjóri hjá Póstinum

Gunnar Þór Tómasson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Póstsins en hann kemur frá fyrirtækinu EY og hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur

Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019.

Lyfja kaupir apótek í Skeifunni af Högum

Lyfja hefur náð samkomulagi við Haga um kaup á rekstri Reykjavíkur apóteks í Skeifunni. Apótekið var opnað í febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfju. Apótekið var áður í eigu Haga en kaupin eru með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins.

Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun

„Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi.

SaltPay segir upp starfsfólki

Greiðslufyrirtækið SaltPay, áður Borgun, hefur ráðist í uppsagnir og hyggst fækka starfsfólki sínu umtalsvert hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hafa breytingarnar alls áhrif á um fjórðung starfsliðsins en verður sumum boðið að þiggja önnur störf hjá fyrirtækinu.

Ekki hægt að keppa við ríkisstyrkt námskeið á þrjú þúsund krónur

Annað árið í röð munu stjórnvöld veita hundruð milljóna króna til háskóla og framhaldsskóla til að efla framboð á sumarnámi. Einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýna harðlega að stjórnvöld ætli að endurtaka leikinn á meðan málið er til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) segir stuðninginn jafngilda samkeppnishamlandi ríkisstyrkjum.

Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs.

Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri

Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var.

Brandenburg hlaut flesta Lúðra

Auglýsingastofan Brandenburg var hlutskörpust þegar Lúðurinn var afhentur í kvöld í 35. skipti. Athöfnin fór fram með rafrænum hætti í ár þar sem verðlaun voru veitt fyrir markaðsefni sem þótti skara fram úr á síðasta ári, en Brandenburg hlaut alls sex Lúðra fyrir sín störf.

Aukning í heildarkortaveltu í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins

Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í mars, en 24% aukning var í kortaveltu innanlands tengd verslun og þjónustu miðað við fast verðlag. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag en 2% samdráttur var í kortaveltu Íslendinga erlendis.

Stefndi í metár hjá Hörpu en töpuðu í staðinn 200 milljónum

Tónlistarhúsið Harpa tapaði tæplega 200 milljónum á árinu, jafnvel þótt stefnt hafi í metár á sviði alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Eins og gefur að skilja hurfu þær væntingar eins og dögg fyrir sólu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í febrúar á síðasta ári.

Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins

Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár.

Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum.

Handsöluðu samning um aukið starfsnám

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að efla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ sem segir að um stóreflingu sé að ræða.

Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans

,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.