Viðskipti innlent

United Airlines hyggst fljúga til Keflavíkur í sumar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Áætlun United gerir ráð fyrir að ferðalangar geti náð tengiflugi frá Chicago til yfir hundrað borga í Bandaríkjunum.
Áætlun United gerir ráð fyrir að ferðalangar geti náð tengiflugi frá Chicago til yfir hundrað borga í Bandaríkjunum.

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tilkynnt að það hyggist hefja aftur flug til Íslands nú í sumar. Flogið verður frá Keflavík til New York og Chicago.

Flogið verður til New York frá 3. júní til 30. október en til Chigaco frá 1. júlí til 4. október. 

Flogið verður daglega til beggja áfangastaða og gerir áætlun félagsins ráð fyrir að farþegar geti nýtt tengingar á O'Hare-flugvellinum í Chicago til að komast til yfir hundrað borga í Bandaríkjunum.

„Ferðalangar eru áfjáðir í að komast í langþráða ferð til nýrra áfangastaða,“ er haft eftir Patrick Quayle, aðstoðarframkvæmdastjóra alþjóðasviðs United, í tilkynningu frá Isavia.

Samkvæmt könnun á því að hverju viðskiptavinir leita á vef United hafi áhuginn á Íslandi aukist um 61 prósent.

„Við höfum átt í afar góðu samstarfi við United á síðustu árum og við hlökkum til að halda því áfram. Sú ákvörðun félagsins að fjölga áfangstöðum er sterk vísbending um það að Ísland verði vinsæll áfangastaður eftir heimsfaraldurinn. Þá er ljóst að eftirspurn eftir ferðum frá Bandaríkjunum til Íslands er umtalsverð, en Bandaríkjamarkaður var mikilvægur fyrir faraldurinn og verður það áfram að honum loknum,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia.

Delta mun einnig fljúga til Íslands í sumar; til New York, Boston og Minneapolis.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
4,07
11
471.595
KVIKA
3,45
26
594.413
ORIGO
3,39
8
37.855
REITIR
2,82
13
613.225
FESTI
1,98
5
178.310

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,77
1
280
ISB
0
51
1.053.218
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.