Viðskipti innlent

Domino's tekur við reiðufé á ný eftir atvikið í Skúlagötu

Eiður Þór Árnason skrifar
Breytingin á sér stað sléttu ári eftir að keðjan hætti tímabundið að þiggja reiðufé.
Breytingin á sér stað sléttu ári eftir að keðjan hætti tímabundið að þiggja reiðufé. Vísir/vilhelm

Skyndibitakeðjan Domino's er byrjuð að taka við reiðufé á ný en viðskiptavinum var lengi gert ókleift að greiða fyrir pantanir með peningum með vísan til sóttvarna.

Fyrirtækið tilkynnir þetta á Facebook-síðu sinni en greint var frá því á þriðjudag að óánægður viðskiptavinur hafi ógnað starfsfólki í útibúi Domino's við Skúlagötu þegar hann fékk ekki að greiða með reiðufé. 

Í kjölfarið spratt upp umræða um lögmæti þess að neita að taka við reiðufé og sagði markaðsfulltrúi Domino's í samtali við Vísi á þriðjudag að borið hafi á óánægju með ákvörðun fyrirtækisins. Fjölmörg fyrirtæki hafa gripið til svipaðra aðgerða eftir að kórónuveiran barst hingað til lands fyrir rúmu ári en Domino's hætti að taka við reiðufé í apríl í fyrra.

Samkvæmt Seðlabanka Íslands er ekkert sem bannar seljanda vöru og þjónustu að neita því að taka við reiðufé og er söluaðilum heimilt að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með rafrænum hætti. Þó sé það talið sanngjarnt að seljandi upplýsi viðskiptavini um slíkar ráðstafanir á skýran og augljósan máta.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,43
172
331.638

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-5,34
9
13.166
BRIM
-4,35
16
152.614
KVIKA
-4,17
116
601.651
ARION
-3,85
123
1.098.639
EIK
-3,57
9
50.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.