Viðskipti innlent

Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Adolfsson var varnarmaður í gullaldarliði Skagamanna í knattspyrnu á tíunda áratugnum. Í seinni tíð hefur hann verið áberandi í lyfjabransanum og í pólitík fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Ólafur Adolfsson var varnarmaður í gullaldarliði Skagamanna í knattspyrnu á tíunda áratugnum. Í seinni tíð hefur hann verið áberandi í lyfjabransanum og í pólitík fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019.

„Ég er mjög glaður með kaupin og við hjá Reykjavíkur Apóteki hlökkum til að þjónusta áfram okkar tryggu viðskiptavini, sem margir hverjir hafa fylgt okkur allt frá stofnun félagsins. Samkeppni er hörð á smásölumarkaði lyfja og þá er gott að hafa reynslumikið starfsfólk sem þekkir mikilvægi góðrar þjónustu og það kunna viðskiptavinir okkar sannarlega vel að meta" segir Ólafur.

„Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli og ég hef notið samstarfsins með Högum en hlakka þó til að einbeita mér aftur að kjarnastarfseminni hér á Seljaveginum.“

Í mars 2019 keyptu Hagar 90% hlut í Reykjavíkur Apóteki með það að markmiði að opna fleiri lyfjaverslanir undir vörumerki apóteksins. Tæpu ári síðar, í febrúar 2020, opnuðu Hagar svo nýja verslun undir merkjum Reykjavíkur Apóteks í Skeifunni.

Í október sama ár ákváðu Hagar svo að hætta rekstri lyfjaverslana og einbeita sér að kjarnarekstri og voru verslanir Reykjavíkur Apóteks í Skeifunni og við Seljaveg settar í söluferli. Því söluferli er nú lokið og er niðurstaðan sú að vörumerki Reykjavíkur Apóteks og rekstur verslunarinnar við Seljaveg eru keypt aftur af Ólafi. Hann er sem fyrr segi stofnandi Reykjavíkur Apóteks og var jafnframt meðeigandi Haga að félaginu.

Rekstur lyfjaverslunarinnar í Skeifunni var seldur til Lyfju eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,12
25
452.643
SJOVA
2,27
25
193.534
ARION
2,16
46
1.361.687
MAREL
2,04
39
582.450
SIMINN
1,85
14
350.533

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
2
3.406
ICESEA
-1,18
7
13.751
BRIM
0
6
15.074
ORIGO
0
4
13.235
EIM
0
9
215.249
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.