SaltPay segir upp starfsfólki Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 14:15 Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay festi kaup á meirihluta í Borgun í fyrra. Vísir/Vilhelm Greiðslufyrirtækið SaltPay, áður Borgun, hefur ráðist í uppsagnir og hyggst fækka starfsfólki sínu umtalsvert hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hafa breytingarnar alls áhrif á um fjórðung starfsliðsins en verður sumum boðið að þiggja önnur störf hjá fyrirtækinu. Liggur því ekki endanlega fyrir hve margir missa vinnuna að svo stöddu en starfsfólki var tilkynnt um aðgerðirnar í dag. Í lok nóvember störfuðu 126 manns hjá félaginu hér á landi og má því ætla að skipulagsbreytingarnar hafi áhrif á um og yfir 30 manns. Eftir að SaltPay keypti ráðandi hlut í Borgun í fyrra hefur verið greint frá því að tíu starfsmönnum hafi verið sagt upp í júlí síðastliðnum, þrettán í september og 29 í nóvember. Fram kemur í tilkynningu frá SaltPay að nú sé aðallega um að ræða starfsfólk sem starfaði við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. Ákvörðunin er sögð ekki hafa nein áhrif á viðskiptavini SaltPay á Íslandi. Þurft að skipta út gömlu greiðslukerfi Gengið var frá kaupum alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay á tæplega 96% eignarhlut í Borgun í júlí í fyrra. Keypti félagið 63,5% hlut Íslandsbanka og 32,4% hlut Eignarhaldsfélagsins Borgun, sem er meðal annars í eigu Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis. Að sögn SaltPay hefur frá þeim tíma staðið yfir rýning á öllum kerfum fyrirtækisins og hafin þróun á nýjum lausnum. „Greiðslukerfi Borgunar var í grunninn byggt á kerfi sem orðið er hátt í fjörutíu ára gamalt og ljóst var frá upphafi að því þyrfti að skipta út. Sú vinna hefur staðið yfir og er komin á það stig að ekki verður þörf fyrir allt það starfsfólk sem sinnt hefur gamla kerfinu. Af þessu leiðir að fækkun verður á hugbúnaðarsviði, auk þess sem aukin sjálfvirkni og bætt tækni hefur áhrif til fækkunar á öðrum sviðum.“ „Rekstur fyrirtækisins hefur verið þungur á síðustu árum en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu þýða að ekki þurfi að koma til frekari uppsagna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Greiðslumiðlun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Sjá meira
Liggur því ekki endanlega fyrir hve margir missa vinnuna að svo stöddu en starfsfólki var tilkynnt um aðgerðirnar í dag. Í lok nóvember störfuðu 126 manns hjá félaginu hér á landi og má því ætla að skipulagsbreytingarnar hafi áhrif á um og yfir 30 manns. Eftir að SaltPay keypti ráðandi hlut í Borgun í fyrra hefur verið greint frá því að tíu starfsmönnum hafi verið sagt upp í júlí síðastliðnum, þrettán í september og 29 í nóvember. Fram kemur í tilkynningu frá SaltPay að nú sé aðallega um að ræða starfsfólk sem starfaði við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. Ákvörðunin er sögð ekki hafa nein áhrif á viðskiptavini SaltPay á Íslandi. Þurft að skipta út gömlu greiðslukerfi Gengið var frá kaupum alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay á tæplega 96% eignarhlut í Borgun í júlí í fyrra. Keypti félagið 63,5% hlut Íslandsbanka og 32,4% hlut Eignarhaldsfélagsins Borgun, sem er meðal annars í eigu Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis. Að sögn SaltPay hefur frá þeim tíma staðið yfir rýning á öllum kerfum fyrirtækisins og hafin þróun á nýjum lausnum. „Greiðslukerfi Borgunar var í grunninn byggt á kerfi sem orðið er hátt í fjörutíu ára gamalt og ljóst var frá upphafi að því þyrfti að skipta út. Sú vinna hefur staðið yfir og er komin á það stig að ekki verður þörf fyrir allt það starfsfólk sem sinnt hefur gamla kerfinu. Af þessu leiðir að fækkun verður á hugbúnaðarsviði, auk þess sem aukin sjálfvirkni og bætt tækni hefur áhrif til fækkunar á öðrum sviðum.“ „Rekstur fyrirtækisins hefur verið þungur á síðustu árum en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu þýða að ekki þurfi að koma til frekari uppsagna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Greiðslumiðlun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Sjá meira
Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20
29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09
Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18