Viðskipti innlent

Fjórðungur landsmanna skiptir við Kviku eftir að bankinn keypti Aur

Snorri Másson skrifar
Kvika hefur eignast allt hlutaféð í Aur, sem áður var í eigu símfélagsins Nova.
Kvika hefur eignast allt hlutaféð í Aur, sem áður var í eigu símfélagsins Nova. Kvika

Kvika hefur á þessu ári fest kaup á tveimur fjártæknifyrirtækjum, sem eru á meðal stærstu fyrirtækja á sínum markaði á Íslandi í dag. Það eru Aur, sem áður var í meirihlutaeigu Nova, og Netgíró, sem áður var í eigu Alva Capital.

Tilkynnt var um kaup Kviku á Aur í lok mars. Aur var stofnað 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga í snjallsíma og hefur síðan byggt upp stóran hóp viðskiptavina. Notendur eru um 90.000 og hartnær fjórði hver landsmaður er virkur notandi appsins, segir í tilkynningu.

Kvika sameinaðist TM og Lykli með ákvörðun í lok síðasta árs. Þar með er markaðsvirðið í kringum 100 milljarða, sem gerir þetta nýja sameinaða félag að þriðja verðmætasta félagi í Kauphöllinni á eftir Marel og Arion.

„Kvika er í einstakri stöðu. Aur er með mikla markaðshlutdeild og býr yfir áhugaverðum tæknilausnum. Með þessum kaupum á Aur eykst enn frekar geta félagsins til þess að keppa við önnur fjármálafyrirtæki. Það eru spennandi tímar framundan,“ var haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni, forstjóra Kviku, í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Kvika nú eini eigandi Netgíró

Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar.

Sam­þykktu sam­runa Kviku, TM og Lykils

Hluthafafundir Kviku banka, TM og Lykils fjármögnunar samþykktu í gær að sameina félögin þrjú undir nafni og kennitölu Kviku. TM og Lykli verður þannig slitið án skuldaskila og félögin algerlega sameinuð Kviku.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×