Viðskipti innlent

Inn­kalla fleiri vörur hérlendis í kjölfar dauðsfallanna í Dan­mörku

Eiður Þór Árnason skrifar
Vörurnar eru framleiddar af norska fyrirtækinu ORKLA Health AS og er meðal annars ætlað að auðvelda meltingu. 
Vörurnar eru framleiddar af norska fyrirtækinu ORKLA Health AS og er meðal annars ætlað að auðvelda meltingu.  Lyfjaver

Lyfjaver hefur í samvinnu við Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og hafið innköllun á öllum HUSK fæðubótarefnum vegna hugsanlegrar hættu á salmonellusmiti.

Er um að ræða fjórar mismunandi vörur en Matvælastofnun tilkynnti fyrr í dag að innköllun væri hafin á tveimur þeirra eftir að þrjú dauðsföll í Danmörku og fjöldi salmonellusýkinga voru rakin til neyslu fæðubótarefnanna. Minnst nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús þar í landi eftir að hafa tekið þau inn og minnst 33 veikst.

Ekki selt framleiðslulotuna hér á landi

Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjaveri að framleiðslulotan sem um ræðir hafi ekki verið til sölu hér á landi á vegum Lyfjavers. Framleiðandinn ORKLA Health AS hafi þó ákveðið að innkalla allar vörur sínar að svo stöddu sem fyrirbyggjandi aðgerð. Salmonella getur valdið niðurgangi, kviðverkjum, ógleði, hita og uppköstum.

Ef einstaklingur hefur keypt HUSK í verslun Lyfjavers, Netapóteki Lyfjavers eða Heilsuveri er viðkomandi beðinn um að hætta notkun hennar strax og skila henni inn svo fljótt sem auðið er. 

Vörurnar sem um ræðir:

-Husk náttúrulegar trefjar (Naturlig fiber), duft 150 gr – Allar lotur og dagsetningar

-Husk náttúrulegar trefjar (Naturlig fiber) 225 hylki – Allar lotur og dagsetningar

-Husk Trefjar + Mjólkursýrugerlar (Naturlig fiber + Melkesyre bakterier), duft 28 x 5 gr – Allar lotur og dagsetningar

-Husk Trefjar + Mjólkursýrugerlar (Naturlig fiber + Melkesyre bakterier) 200 gr – Allar lotur og dagsetningar


Tengdar fréttir

Þrír látnir af völdum salmonellu í Dan­mörku

Þrír eru látnir eftir að hafa smitast af salmonellu í Danmörku á síðustu dögum. Nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar og þá hafa 33 hið minnsta veikst.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×