Viðskipti innlent

Handsöluðu samning um aukið starfsnám

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins handsöluðu samkomuleg um þetta efni nýlega. Á myndina vantar Aldísi Hafsteinsdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins handsöluðu samkomuleg um þetta efni nýlega. Á myndina vantar Aldísi Hafsteinsdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kristinn Ingvarsson

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að efla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ sem segir að um stóreflingu sé að ræða.

Nemendum við Háskóla Íslands mun með þessu samkomulagi standa til boða fleiri og fjölbreyttari tækifæri en áður til að kynnast störfum sem tengjast verkefnum þeirra og viðfangsefnum í Háskóla Íslands. 

„Þannig verða nemendur enn betur undirbúnir til að takast á við margbreytileg og krefjandi verkefni sem bíða þeirra að námi loknu.“

Um er að ræða 6 ECTS eininga starfsþjálfun á haust- eða vorönn sem felur í sér þjálfun nemenda í að vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga. Verkefnin skulu tengjast námi nemenda og reyna á þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér.

Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem eru áhugasöm um að taka þátt í verkefninu eru hvött til að sækja um á vefsíðu Tengslatorgs Háskóla Íslands eða í tölvupósti á tengslatorg@hi.is.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
4,07
11
471.595
KVIKA
3,45
26
594.413
ORIGO
3,39
8
37.855
REITIR
2,82
13
613.225
FESTI
1,98
5
178.310

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,77
1
280
ISB
0
51
1.053.218
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.